Úrslit úr áskorun #7 – Svarthöfði
Úrslit úr áskorun #7 eru komin inn, en það var Erla Sigurlaug Sigurðardóttir sem varð hlutskörpust í kvennaflokki og setti í leiðinni nýtt QOM. Í karlaflokki voru þeir Ingvar Ómarsson og Baldur Þorkelsson jafnir í fyrsta sæti.
Erla bætti fyrra QOM um heilar þrjár sekúndur og fór leiðina á 40 sekúndum. Bríet Kristý Gunnarsdóttir varð önnur á 41 sekúndu og hefði þar með einnig bætt gamla QOM-ið. Margrét Indíana Guðmundsdóttir varð þriðja á 44 sekúndnum.
Er þetta jafnframt röð þriggja efstu í heildarstigakeppninni í kvennaflokki, en með besta tímanum núna og nýju meti náði Erla 4 stiga forskoti á Bríeti, þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Er Erla með 131 stig, Bríet með 127 stig og Margrét með 97 stig. Þar á eftir kemur Margrét Arna Arnardóttir með 94 stig og Hrefna Jóhannsdóttir með 82 stig.
Ingvar og Baldur fóru ferðina á 35 sekúndum, en KOM-ið er 32 sekúndur. Birkir Snær Ingvason, Guðni Ásbjörnsson og Jón Arnar Óskarsson urðu jafnir í þriðja sæti á 36 sekúndum.
Ingvar er áfram efstur í karlaflokki með 100 stig, en Jón Arnar Óskarsson kemur annar með 88 stig og Guðni með 86 stig. Björgvin Pálsson er fjórði með 77 stig og Jón Arnar Sigurjónsson fimmti með 69 stig.