Hjólafréttir #8 – Nesjavallabrekkan

Nesjavallabrekkan kom við sögu í WOW Tour of Reykjavík.

Nú er farið að sjást í endann á áskorun Hjólafrétta og einungis tvær umferðir eftir. Áttunda umferð verður „queen stage“, erfiðasta umferðin í keppninni og einnig hæsti punkturinn (cima coppi). Það verður farið upp Nesjavallabrekkuna og fá eflaust einhverjir blóðbragð í munninn við það eitt að hugsa um hana. Þátttakendur þurfa að klára 3,13 km af erfiðu klifri og ekki láta 7% meðalhallann blekkja ykkur því Nesjavallabrekkan eru tveir erfiðir veggir. Fyrst er hjólað frá Grafningsvegi í örlitlum halla þegar fyrri veggurinn skellur á og er hann nokkuð samfelldur 10-20% halli næsta kílómeterinn. Þá tekur við smá lækkun áður en seinni veggurinn tekur við og nær hann nær alla leið að hitaveitutönkunum á toppnum.

Staðan í keppninni er æsispennandi og verður spennandi að sjá hvernig Nesjavallabrekkan komi mögulega til með að hrista upp í efstu sætum.

S-Works Turbo dekk í verðlaun frá Kríu.

Verslunin Kría ætlar að gefa keppendum smá hvatningu. Í verðlaun er par af S-Works Turbo götuhjóladekkjum . Allir sem klára segmentið og eru í Hjólafrétta grúbbunni eiga möguleika á verðlaununum og verður sigurvegarinn tilkynntur í næstu viku.

Praktísk atriði

Keppendur eru á eigin ábyrgð, muna að þetta er upp á gamanið og farið varlega, virða lög og reglur og sýna skynsemi.

Í áskorun Hjólafrétta eiga keppendur að taka segmentið einir og því er draft ekki leyfilegt.

Keppendur fara ekki á miklum hraða upp Nesjavallabrekkuna og því minna um hættur. Mesta hættan er kannski að ná ekki að losa sig ekki úr klítunum og detta á hliðina ef maður hættir að snúa pedölunum. Muna að halda áfram að snúa.

Nauðsynlegt er að skrá sig í Hjólafrétta hópinn á Strava, en aðeins verður tími þeirra sem þar eru tekinn gildur í keppninni. https://www.strava.com/clubs/626199

TOR, WOW Tour of Reykjavík.

Segment #8

Byrjar fljótlega eftir að komið er af Grafningsveginum og endar skömmu áður en komið er að hitaveitutönkunum upp á topp. Skoðið mynd af segmentinu, Satellite view sýnir nokkuð vel hvar upphaf og endir er.

Heiti: Nesjavallabrekkan
Tímabil:
Miðvikudagur-Sunnudagur 3.-7. júní (00:01 á miðvikudegi til 22:00 á sunnudegi).
Vegalengd: 3,13 km
Halli: 7%
Linkur: https://www.strava.com/segments/667768
Núverandi KOM: Ingvar Ómarsson – 9:38 (25.7.2016)
Núverandi QOM: Ágústa Edda Björnsdóttir– 13:01 (22.4.2019)

Stigagjöf

Besti tími segments gefur 20 stig, næsti fær 18 og þriðji 16. Hvert sæti þar á eftir einu stigi minna niður í 1 stig. Haldið verður utan um stig hvers segments og mun svo samanlagður stigafjöldi gilda sem heildarskor í áskoruninni og einn standa uppi stigahæstur segment meistari. Haldið verður utan um tíma karla og kvenna.

Staðan í keppninni

Tvö auka stig fást ef viðkomandi nær að setja KOM/QOM á segmentinu (loka KOM/QOM eftir dagana þrjá gildir ef fleiri en einn ná að setja met).

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar