Hlaðvarp Hjólafrétta fer í loftið

Með hækkandi sól er komið að því að setja Hjólafréttir aftur í gang eftir vetrarfrí. Í ár stefnum við á smá nýbreytni í formi hlaðvarps til viðbótar við hefðbundnar fréttir á vefnum. Fyrsti þátturinn var að lenda og er allavega hægt að finna á Spotify og Buzzsprout, en verður líklega kominn á flestar hlaðvarpsveitur innan skamms.

Stefnan er að vera með lifandi spjall og ræða um hjólreiðar, og þá sérstaklega keppnishjólreiðar, bæði innanlands og erlendis. Í fyrsta þættinum gerum við upp árið 2020, en framundan er upphitun fyrir komandi ár og allskonar gúmmelaði.

p.s. við gerum okkur grein fyrir að hljóðgæðin mættu vera betri. Það er í vinnslu.

Previous Article
Next Article

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar