Hlaðvarp Hjólafrétta – Þáttur #3 – Þarf hjólreiðafólk að hafa áhyggjur af viðhorfi lögreglunnar?

Myndin sem lögreglan dreifði og vakti alla athyglina.

Þriðji þáttur hlaðvarps Hjólafrétta er kominn í loftið. Við byrjum á að fara yfir stóra löggumálið sem hristi vel upp í hjólaheiminum hér á landi nýverið. Við höldum svo áfram að tala um Zwift-keppnir og möguleika á Zwift-landsliði, classics keppnirnar sem eru að byrja (Strade Bianche fer fram í dag) og hverjir eru líklegir til afreka þar.

Við endum svo á að renna yfir spurningar sem bárust þættinum varðandi þjálfun og æfingamál. Hver er t.d. munurinn ef þú ætlar að æfa fyrir Cyclothonið eða Riftið? Er ERG-mode málið við innanhúsþjálfun og er fólk almennt að taka of erfiðar æfingar? Þetta og fleiri spurningar sem Rúnar spænir í gegnum.

Upphaflega hugmyndin var að Ágústa Edda yrði viðmælandi þessa þáttar, en vegna tæknilegra örðuleika mistókst upptakan þegar hún heimsótti okkur. Vonandi náum við að bæta úr því fljótlega.

Hægt er að hlusta á þáttinn á Apple podcast og Spotify og í spilaranum hér að neðan.

Previous Article
Next Article

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar