Segment #7 – Stutt negla upp í móti á kvikmyndaslóðum
Í þessari viku höldum við okkur áfram við brekkurnar, en styttum segmentið nokkuð miðað við það sem Vífilstaðabrekkan er. Stefnan er tekin í áttina að brekku fyrir ofan Bryggjuhverfið, en þar er gata sem tengir hverfið við Höfðana og var endurnefnd fyrir um fimm árum með skírskotun í þekktan kvikmyndabálk, Star wars. Gatan sem um ræðir er Svarthöfði (áður Bratthöfði) og er um 350 m á lengd. Gangi ykkur vel og may the force be with you.
Staðan í heildarkeppninni er orðin heldur betur spennandi, líkt og sjá má hér.
PRAKTÍSK ATRIÐI
Keppendur eru á eigin ábyrgð, muna að þetta er upp á gamanið og farið varlega, virða lög og reglur og sýna skynsemi.
Í áskorun Hjólafrétta eiga keppendur að taka segmentið einir og því er draft ekki leyfilegt.
Mælt er með að þátttakendur fari segmentið rólega fyrst og skoði aðstæður. Ágætt er að hafa í huga mögulega bílaumferð bæði á Sævarhöfða og í brekkunni sjálfri, en ekki síst við gatnamótin uppi. Það skal tekið fram að segmentið endar aðeins fyrir gatnamótin og mikilvægt að negla ekki út á Stórhöfðann, heldur að bremsa sig niður þegar brekkan er búin.
Nauðsynlegt er að skrá sig í Hjólafrétta hópinn á Strava, en aðeins verður tími þeirra sem þar eru tekinn gildur í keppninni. https://www.strava.com/clubs/626199
SEGMENT #6
Segmentið byrjar stuttu eftir að brekkan byrjar og endar stuttu áður en komið er að gatnamótum Svarthöfða og Stórhöfða. Endilega skoðið kort af segmentinu vel á Strava.
Heiti: Brekkan frá Sævarhöfða að Stórhöfða
Tímabil: UPPFÆRT – Fimmtudag-Mánudagur 28.maí-1. júní (15:00 á fimmtudegi til 22:00 á sunnudegi).
Vegalengd: 0,35 km
Linkur: https://www.strava.com/segments/4176876
Núverandi KOM: Gudmundur B Fridriksson – 0:32 (02.8.2017)
Núverandi QOM: Hildur Rut Björnsdóttir– 0:43 (15.6.2018)
STIGAGJÖF
Besti tími segments gefur 20 stig, næsti fær 18 og þriðji 16. Hvert sæti þar á eftir einu stigi minna niður í 1 stig. Haldið verður utan um stig hvers segments og mun svo samanlagður stigafjöldi gilda sem heildarskor í áskoruninni og einn standa uppi stigahæstur segment meistari. Haldið verður utan um tíma karla og kvenna.
Tvö auka stig fást ef viðkomandi nær að setja KOM/QOM á segmentinu (loka KOM/QOM eftir dagana þrjá gildir ef fleiri en einn ná að setja met).