Rúnar og Ágústa Edda vinna fyrstu TT bikarkeppnina

Rúnar Örn Ágústsson í Breiðablik og Ágústa Edda Björnsdóttir í Tindi stóðu uppi sem sigurvegarar í fyrstu tímatökukeppni ársins og jafnframt fyrsta bikarmóti ársins í greininni. Í ungmennaflokki kom Eyþór Eiríksson í HFR fyrstur í mark.

Keppnin er haldin af Breiðablik og er hjólað á Krýsuvíkurvegi. Byrjað er við Bláfjallaafleggjarann og hjólað upp að námum og þaðan niður allan Krýsuvíkurveg og snúið við á hringtorgi og farið aftur upp að námum áður en komið er aftur að Bláfjallaafleggjara. Er millitími tekinn við Bláfjallaafleggjara þegar farið er þar framhjá.

Það hafði gert skúrir klukkutíma fyrir mót, en svo stytti upp og brautin þornaði og fengu keppendur að hita upp í sól og blíðu. Þegar keppni lauk byrjaði svo aftur að rigna. Mætti segja að veðurguðirnir hafi þannig leikið við keppendur og boðið upp á fínustu keppnisskilyrði þrátt fyrir leiðinlega veðurdaga undanfarið.

a?gu?st edda Vorti?mataka Breiðbliks
Ágústa Edda Björnsdóttir var fyrst í mark í kvennaflokki. Hér er hún á Íslandsmótinu í fyrra.

Rúnar var með besta fyrsta millitíma í karlaflokki, tæplega hálfri mínútu á undan Hákoni Hrafni Sigurðssyni, og hélt þeirri forystu til enda. Kom hann í mark á tímanum 27:19, en Hákon var á 28:54. Fyrir keppnina var ekki gert ráð fyrir þátttöku Hákons og hafði hann sagt við Hjólafréttir að líklega kæmi hann ekki inn til keppni fyrr en í Íslandsmótinu vegna viðbeinsbrots sem hann varð fyrir í vetur. Keppninni var hins vegar frestað um viku og gæti það hafa gert gæfumuninn fyrir hann til að koma aftur til keppni.

Eyjólfur Guðgeirsson í Tindi varð í þriðja sæti í karlaflokki á tímanum 29:30, en hann var aðeins þremur sekúndum á eftir Hákoni eftir fyrsta millitíma.

Í kvennaflokki sigraði Ágústa Edda sem fyrr segir. Var hún strax 23 sekúndum á undan Karen Axelsdóttur í Tindi, sem lenti í öðru sæti, eftir fyrsta millitíma. Hélt hún uppteknum hætti á síðari kafla brautarinnar og kom í mark á 32:44, eða 1 mínútu og 36 sekúndum á undan Karen sem var á 34:20. Kristín Vala Matthíasdóttir í Breiðablik var í þriðja sæti á 37:58

Eyþór var sem fyrr segir fyrstur í ungmennaflokki á 33:13, en Agnar Örn Sigurðsson var á eftir honum á 34:58.

Það er stutt í næstu bikarkeppni í tímaþraut, Cervelo TT,  en hún fer fram 29. maí við Seltjörn á Reykjanesi.  http://hri.is/keppni/268

Previous Article
Next Article

One Reply to “Rúnar og Ágústa Edda vinna fyrstu TT bikarkeppnina”

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar