Giroið fer í Alpana – Monte Zoncolan á morgun

Það getur margt breyst á stuttum tíma í Giroinu og sást það skýrt á þriðjudag. Það er óhætt að segja að höfundar leiðarinnar séu ekkert sérstaklega að reyna að gera vikurnar í Ítalíu sérstaklega þægilegar fyrir keppendur. Vikan sem hefði getað orðið róleg upphitun áður en farið var í Alpana hefur verið allt annað en róleg. Beint eftir hvíldardaginn tók við 10. dagleið sem við höfðum vakið athygli á í síðustu frétt. Leiðin sem kallaðist „hæðótt“ byrjaði strax á um 1000m klifri með 6% meðal halla. Það var ljóst að keppendur áttu von á alvöru hraða frá byrjun og hituðu upp á trainerum. Þessu til viðbótar var dagleiðin ekki stutt, heldur 240 km.

T08_Montevergine_alt

Mikill hraði myndaðist strax í byrjun og fljótlega náði breik að myndast. Í því voru sterkir hjólarar, Tony Martin frá Katusha, Luis Leon Sanchez frá Astana o.fl. Pelotonið var einnig á miklum hraði sem varð til þess að sterkir hjólarar droppuðu snemma en þar bar hæst Elia Viviani og Esteban Chaves. Þetta átti eftir að hafa mikil áhrif á dagleiðina en Viviani var í fjólubláu treyjunni og Esteban Chaves var í öðru sæti í heildarkeppninni í upphafi dagsins. Sunweb, FDJ og Sky ákváðu því að keyra upp hraðan og ætluðu sér ekki að hleypa Chaves aftur í pelotonið og fyrir vikið átti breikið ekki möguleika. Dagleið sem hefði getað verið þægileg fyrir breik varð það alls ekki.

Mitchelton Scott og Quick Step reyndu að brúa bilið fyrir sína menn en það kostaði mikla orku og á endanum var sú ákvörðun tekin að hætta að elta. Chaves og Mitchelton Scott því komnir í þá aðstöðu að spara kraftana til að styðja við Simon Yates í baráttunni við að halda bleiku treyjunni. Í lok dagleiðarinnar hafði Chaves tapað yfir 25 mín og féll niður um 27 sæti í heildarkeppninni eftir að hafa átt frábæra fyrstu viku.

FF58302-1024x683

Simon Yates sýndi styrk sinn aftur á 11. dagleið í leit sinni að sekúndum. Í lok 11. dagleiðar var færðist keppnin á hellusteina og þegar skammt var eftir tóku Stybar frá Quick Step og Tim Wellens (Lotto Soudal) á skarið og gerðu árás upp eina brekkuna. Hver sekúnda telur hinsvegar fyrir Simon Yates sem hefur verið duglegur að elta bónussekúndur en hann svaraði með gagnárás og keyrði þannig upp hraðann hjá keppendum í heildarkeppninni. Enn og aftur kom Yates fyrstur í mark en skammt undan voru Tom Dumoulin, Pinot og Pozzovivo. Aðrir töpuðu hinsvegar meiri tíma eins og Chris Froome (Sky) um 40 sek og  Miguel Angel Lopez (Astana) um 30 sek.

FF59931-1024x683

Viviani sem hafði nokkra yfirburði sprettunum í fyrstu vikunni hafði ekki verið að sýna sama andlit í viku tvö. Dagleiðir 12 og 13 voru mestmegnis flatar og því viðbúið að sprettarar myndu reyna að berjast um fjólubláu treyjuna. Sam Bennett (Bora Hansgrohe) sigraði 12. dagleið nokkuð auðveldlega eftir að hafa tekið snemma á skarið. Viviani var þá ekki í fyrstu grúbbu og ekki til staðar í lokasprettinum en með sigrinum færðist Sam Bennett nálægt fjólubláutreyjunni. Viviani sýndi hinsvegar sitt rétta andlit í 13. dagleið, var vel staðsettur og sigraði lokasprettinn og heldur því þægilegri forystu um fjólubláu treyjuna.

 

 

Af síðustu 8 dagleiðunum verða fimm þeirra í fjöllunum, ein tímataka, ein hæðótt og ein flöt. Við töldum upp 14. dagleið (á morgun, laugardag) sem eina ef þeim sem enginn ætti að missa af en þar með er Giroið komið í Alpana, nærri landamærunum við Austurríki. Nokkur erfið klifur eru á leiðinni en þau blikna í samanburði við klifrið upp Monte Zoncolan, sem er eitt það erfiðasta í atvinnuhjólreiðum, 10.1 km af 11,9% meðalhalla. Klifrið byrjar nokkuð rólega þar til 4km af 15,4% meðalhalla skella á þar sem hallinn nær mest 22%. Það er ljóst að þessi dagleið og sú næsta gætu haft nokkur áhrif á heildarkeppnina og í henni munum við sjá hvort Simon Yates nái að halda góðu forskoti á Tom Dumoulin fyrir tímatökuna og hvort Pinot og Pozzovivo geti sótt einhverjar sekúndur. Hjólararnir fá svo ekki hvíld fyrr en á mánudag en sunnudagurinn verður önnur erfið dagleið í fjöllunum. Dumoulin hefur litið vel út og leit vel út í fjöllunum á síðasta ári þegar Movistar liðið reyndi hvað það gat í fjöllunum til að brjóta hann. Í öllu falli, morgundagurinn verður rosalegur!

T14_Zoncolan_ukm

Nafn – Lið – Sek frá efsta manni

  1. Simon Yates – Mitchelton Scott – /
  2. Tom Dumoulin – Team Sunweb – 00:47
  3. Thibaut Pinot – Groupama-FDJ – 01:04
  4. Domenico Pozzovivo – Bahrain Merida – 01:18
  5. Richard Carapaz – Movistar – 01:56
  6. George Bennett – Team LottoNL-Jumbo 02:09
  7. Rohan Dennis – BMC – 02:36
  8. Pello Bilbao – Astana Pro Team – 02:54
  9. Patrick Kondrad – Bora Hans Grohe  – 02:55
  10. Fabio Aru – UAE – 03:10

Í bleiku treyjunni -> Simon Yates
Í bláu treyjunni -> Simon Yates
Í fjólubláu treyjunni -> Elia Viviani
Í hvítu treyjunni -> Richard Carapaz

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar