Yates vinnur 9. dagleið – Hvað er í gangi hjá Froome?

Helsta fréttin frá 7. Dagleið var sú að Elia Viviani er ekki ósigrandi í sprettunum, en sigurvegarinn var Sam Bennett frá Bora-Hansgrohe. Liðsmenn Katusha reyndu að brjóta sig frá stuttu fyrir endasprettinn en pelotonið hafði vit á því að hleypa Tony Martin og Alex Dowsett ekki of langt frá.

1
Sam Bennett frá Bora-Hansgrohe vann sjöundu dagleið.

8. dagleið fór með Giroið aftur í fjöllin. Dagleiðin, 210 km, var hjóluð meðfram vesturströndinni suður af Napólí, í gegnum Salerno og upp í fjöllin austur af Napólí. Dagleiðin endaði með 17 km klifri en þó með tiltölulega stöðugum halla sem aldrei fór yfir 10%. Þegar komið var á fjallið, um 5 km frá toppnum lenti Team Sky enn og aftur í óhappi þar sem Froome virtist lenda í smávægilegum árekstri. Hann fékk aðstoð Wout Poels við að komast aftur að hópnum en þeir þurfftu að setja þónokkra orku í að brúa það bil.

Breikið hafði haft dágott forskot langan hluta leiðarinnar en síðasti maður til að halda út í breikinu var Bouwman (LottoNL Jumbo). Hann hélt jafnframt forystu langleiðina á toppinn. Þegar pelotonið var komið með Bouwman í augsýn hófust árásir og var það Carapaz hinn ungi liðsmaður Movistar, sem jafnframt er í hvítu treyjunni, sem setti í kröftuga árás og sigldi sigrinum í höfn en skammt á eftir komu helstu keppendur í heildarkeppninni.

Litlar væntingar höfðu verið gerðar til Movistar fyrir keppnina í ljósi þess að þrjár helstu stjörnur liðsins voru ekki skráðar til leiks í Giroið en líklegt er að Movistar muni tefla Valverde, Mikel Landa og Nairo Quintana fram í Tour De France ásamt því að talið er að Marc Soler muni verða leiðtoginn í liðinu fyrir Vuelta . Einnig vantar líka sterka ‘domestiques’ eins og Winner Anacona og Andrey Amador. Carapaz kemur því skemmtilega á óvart með því að stimpla sig inn í hvítu treyjuna og er sem stendur í 6 sæti í heildarkeppninni.

2
Carapaz hinn ungi liðsmaður Movistar.

Nokkuð stórt breik myndaðist í byrjun 9. Dagleiðar og var það komið með sjö mínútna forskot þegar komið var í fyrsta fjallið og um 140 km voru eftir að dagleiðinni. Þegar 57 km voru eftir var forskotið orðið 8 mín. Dagleiðin endaði á löngu klifri, um 45 km upp Gran Sasso. Klifrið er ekki það brattasta sem við munum sjá í Gíroinu, fyrstu 10 km. einungis um 4% og svo tekur við flatur kafli áður en brattinn eykst nærri toppnum. Síðustu 4 km. voru hinsvegar yfir 8% halli að meðaltali. Þegar í fjallið var komið tók Astana sér stöðu fremst og keyrði upp hraðann, sem sást á því að breikið fór að tapa tíma hratt. Þegar 3 km voru eftir hreinsaði pelotonið upp síðasta manninn úr breikinu og hasarinn fór á fullt.

Það var ekki við öðru að búast að þessir helstu létu til sín taka á lokametrunum. Miguel Angel Lopez (Astana), Pinot (FDJ), Chaves (Mitchelton Scott), Simon Yates (Mitchelton Scott), Carapaz (Movistar), Pozzovivo (Bahrain Merida) og Tom Dumoulin (Sunweb) voru meðal þeirra sem voru í hasarnum í lokin. Pozzovivo setti í árás í lokin en hélt samt ekki út til enda þegar Simon Yates fór frammúr á lokametrunum og vann dagleiðina og heldur bleiku treyjunni inn í hvíldardaginn.

4
Hvað er í gangi hjá Chris Froome?

Sigur Yates verður þó ekki það sem mun fá flestar fyrirsagnir heldur frekar enn önnur dagleiðin þar sem Chris Froome er langt frá því formi sem hann er þekktur fyrir. Hjólafréttir spá því í raun að Froome muni ekki klára Giroið og draga sig úr keppni. Hann tapar 1 mín og 7 sek á 9. Dagleið og er sem stendur 2 mín og 27 sek frá efsta manni í heildarkeppninni. Það getur verið að meiðslin fyrir fyrstu dagleið séu að hrjá hann. Svo getur verið að Sky hafi komið með hann í keppnina ekki í sínu besta formi til að hafa hann í sínu besta formi þegar Tour De France byrjar, þá gætum við átt von á kraftmeiri Froome þegar líður á seinni hluta keppninnar. Þriðja skýringin verður þó óhjákvæmilega tengd við lyfjapróf hans frá síðasta Vuelta. Í öllu falli er hér ekki sá Froome sem mætt hefur í Grand túra undanfarin ár.

Staðan í heildarkeppninni eftir 9. dagleið

Nafn – Lið – Sek frá efsta manni

  1. Simon Yates – Mitchelton Scott – /
  2. Johan Esteban Chaves – Mitchelton Scott – 00:32
  3. Tom Dumoulin – Team Sunweb – 00:38
  4. Thibaut Pinot – Groupama-FDJ – 00:45
  5. Domenico Pozzovivo – Bahrain Merida – 00:57
  6. Richard Carapaz – Movistar – 01:20
  7. George Bennett – Team LottoNL-Jumbo 01:33
  8. Rohan Dennis – BMC – 02:05
  9. Pello Bilbao – Astana Pro Team – 02:05
  10. Michael Woods – EF Education  – 02:25

Í bleiku treyjunni -> Simon Yates
Í bláu treyjunni -> Esteban Chaves
Í fjólubláu treyjunni -> Elia Viviani
Í hvítu treyjunni -> Richard Carapaz

3

Spennan er mikil fyrir næstu viku. Ríkjandi meistari Tom Dumoulin er sem stendur ekki í slæmri stöðu, spurningin er þó hvort hann geti takmarkað tapaðan tíma í fjöllunum því hans styrkur verður að sækja tíma í Tímatökunni sem fer fram á 16. Dagleið. Hans helstu andstæðingar, tvíeykið frá Mitchelton Scott ásamt Pinot og Pozzovivo virðast hinsvegar vera í fantaformi og ljóst að Giroið er sem stendur galopið.

Eftir hvíldardaginn taka við tvær hæðóttar dagleiðir. Hæðóttar segir kannski ekki alla söguna, því á morgun byrjar keppnin á um 1000m klifri með um 6% meðalhalla. Gæti orðið skemmtileg leið fyrir breik. Sprettararnir geta andað léttar því í þessari viku fá þeir tvær heilar flatar dagleiðir. Gamanið þeirra endar þó á 14. dagleið sem Hjólafréttir benda lesendum á að missa alls ekki af. Hún endar upp Monte Zoncolan en þar munu aðdáendur suffersvipa fá eitthvað fyrir sinn snúð. Lesið nánar um 14. dagleið í upphitun okkar fyrir Giroið.

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar