Síðasti dansinn – #9 – Rafstöðvarbrekkan

Áttunda umferð var ekki einföld og mikill fjöldi skellti sér upp Nesjavallabrekkuna. Hún er ekki auðveld fyrir neinn, ekki heldur þá bestu. Nú er keppnistímabilið hægt og rólega að byrja aftur og þar með endar áskorun Hjólafrétta og nýjar keppnir taka við. Við munu klárlega taka upp þráðinn næsta vor.

Það þarf ekki að fara langt til að klára síðustu umferðina, einungis upp í Elliðaárdal og hjóla lauflétta 950 m. upp Rafstöðvarbrekkuna. Þetta verður áskorunin þar sem úrslitin ráðast og þar sem við sjáum hverjir verða á pallinum.

Praktísk atriði
Keppendur eru á eigin ábyrgð, muna að þetta er upp á gamanið og farið varlega, virða lög og reglur og sýna skynsemi. Rafstöðvarbrekkan er nokkuð öruggur segment þar sem lítil umferð er. Keppendur eru þó hvattir til að skoða aðstæður vel áður en þeir taka rennslið sitt.

Í áskorun Hjólafrétta eiga keppendur að taka segmentið einir og því er draft ekki leyfilegt.

Nauðsynlegt er að skrá sig í Hjólafrétta hópinn á Strava, en aðeins verður tími þeirra sem þar eru tekinn gildur í keppninni. https://www.strava.com/clubs/626199

Segment 9
Heiti: Rafstöðvarbrekka – öll
Tímabil:
Fimmtudagur-Sunnudagur 11.-14. júní (00:01 á fimmtudegi til 22:00 á sunnudegi).
Vegalengd: 0,95 km
Halli: 4%
Linkur: https://www.strava.com/segments/14711102
Núverandi KOM: Agnar Örn – 1:24 (17.6.2017)
Núverandi QOM: Bríet Kristý Gunnarsdóttir – 1:44 (28.6.2019)

Stigagjöf
Besti tími segments gefur 20 stig, næsti fær 18 og þriðji 16. Hvert sæti þar á eftir einu stigi minna niður í 1 stig. Haldið verður utan um stig hvers segments og mun svo samanlagður stigafjöldi gilda sem heildarskor í áskoruninni og einn standa uppi stigahæstur segment meistari. Haldið verður utan um tíma karla og kvenna.

Staðan í keppninni

Tvö auka stig fást ef viðkomandi nær að setja KOM/QOM á segmentinu (loka KOM/QOM eftir dagana þrjá gildir ef fleiri en einn ná að setja met).

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar