Spegilslétt nýtt malbik komið á Krýsuvíkurveg

Nýja malbikið byrjar ca 200m ofar en Hvaleyrarvatnsafleggjarinn. Það hefði alveg mátt malbika alla leið, enda smá kafli þar neðst sem enn er með skemmdum.

Það var heldur betur þægilegt að rúlla Krýsuvíkurveginn í dag á spegilsléttu nýju malbiki sem lagt var á í gær. Að hugsa sér ef flestar götur væru svona, það væri nú eitthvað fyrir götuhjólreiðar.

Ljóst var að fjöldi hjólara var í sömu hugleiðingum og undirritaður því talsverð umferð hjólandi var rétt fyrir hádegi.

Þetta nýja malbik nær yfir þann hluta vegarins sem var áður langsamlegast verstur, eða frá ca afleggjaranum sem liggur að Hvaleyrarvatni (þar sem beygt var inn á lokakaflann í síðustu cyclothon keppnum) og upp að Bláfjallaafleggjaranum, ca miðja vegu upp að námu.

Malbikið endar rétt fyrir ofan Bláfjallaafleggjarann og við tekur nokkuð gott undirlag þaðan upp að námu.

Það er sem sagt búið að leggja nýtt malbik á alla kaflana þar sem malbikið var farið að flagna verulega af og jafnvel var búið að setja smá fyllingar í sem líka voru farnar að flagna upp. Fyrir ofan Bláfjallaveg var mun betri kafli og þó hann sé nú síðri en nýi hlutinn er það samt fínasta undirlag fyrir hjólreiðar. Til viðbótar kemur svo að í fyrra var klárað að malbika yfir hæðina fyrir ofan námuna og því hægt að hjóla út á Suðurstrandarveginn án þess að lenda á möl.

Smooth

Allur kaflinn upp Krýsuvíkurveginn er því orðinn mjög hjólvænlegur, eða næstum því öll leiðin. Ca 200m kafli fyrir neðan þetta nýja malbik sem lagt var á núna er enn með nokkrum leiðinlegum skemmdum í. Þó þær hafi ekki verið verstu skemmdirnar á veginum áður, eru það smá vonbrigði að Vegagerðin hafi ekki látið malbika alveg niður að Hvaleyravatnsveginum, heldur stoppað aðeins ofar og sleppt því að skipta um malbik á þessum stutta kafla sem mætti vera talsvert betri.

Með smá meðvind í bakið í dag var æðislegt að láta sig renna niður á nýja malbikinu.

En overall er þetta stórframför og frábært skref fyrir hjólreiðafólk sem er duglegt að æfa sig á þessum vegi.

Nú er bara spurning hvort það ætti ekki að skella í skyndifriðun á veginum áður en stórir trukkar og aðrir bílar eyðileggja hann á ný 🙂 🙂 🙂

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar