Loksins loksins loksins – Krýsuvíkurvegur malbikaður á morgun

Vegurinn verður lokaður frá Hafnarfirði að Bláfjallarvegi allan daginn á morgun.

Á morgun (laugardag) klukkan 06:00 hefst löngu tímabær framkvæmd sem allir götuhjólreiðamenn ættu að fagna vel. Vegagerðin hefur veitt heimilt til mallbikunarvinnu á Krýsuvíkurvegi frá Hafnarfirði upp að Bláfjallarvegi. Það er einmitt sá kafli vegarins sem er í verstu standi, en ástand vegarins er meðal annars ástæða fyrir því að hjólakeppnir hafa ekki verið haldnar þar í yfir eitt ár.

Um er að ræða 3,2 km kafla og verður Krýsuvíkurvegur alveg lokaður á milli Hafnarfjarðar og Vatnsskarðsnámu á meðan. Það þýðir að ekki verður hægt að hjóla Krýsuvíkurveginn á morgun, en áætlað er að framkvæmdir standi til miðnættis.

Vegurinn hefur verið sérstaklega vinsæll hjá þeim sem æfa sig í tímatöku eða þeim sem vilja geta sett upp strúktúeraðar æfingar, enda um að ræða rúmlega 8km nokkuð beina leið sem auðvelt er að halda jöfnum wöttum.  Auk TT keppna  var vinsæla mótaröðin Cube prologue reglulega haldin á veginum.

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar