Segment #6 – Vífilstaðabrekkan
Það er farið að síga á seinni hlutann í Segment áskorun Hjólafrétta og líkt og í Grand tours þá liggur leiðin upp í fjöllin (brekkurnar). Stefnan fyrir sjötta segmentið er tekin á eina þekktustu brekku höfuðborgarsvæðisins, Vífilstaðabrekkuna og líklegt að margir munu fá blóðbragð í munninn bara við tilhugsunina.
Við munum halda okkur við klifursegmentið sem nær yfir báða hluta brekkunnar, bæði meðfram vatninu og svo upp á Rjúpnahæðina sjálfa.
Bluetooth headphones frá Opnum Kerfum í verðlaun
Í þessari viku eru það Opin Kerfi sem veita verðlaun, en einn heppinn þátttakanda hlýtur glæsilega Jabra Elite Active 65t bluetooth “tappa” að verðmæti 34.990kr, en þeir eru bæði hugsaðir fyrir almenna notkun og við íþróttir.
Rafhlöðuending tappanna er 5 klst í notkun, en með þeim fylgir geymslubox sem jafnframt er hleðslubox og getur hlaðið tappana tvisvar
Allir sem klára segmentið og eru í Hjólafrétta grúbbunni eiga möguleika á verðlaununum.
PRAKTÍSK ATRIÐI
Keppendur eru á eigin ábyrgð, muna að þetta er upp á gamanið og farið varlega, virða lög og reglur og sýna skynsemi.
Í áskorun Hjólafrétta eiga keppendur að taka segmentið einir og því er draft ekki leyfilegt.
Mælt er með að þátttakendur fari segmentið rólega fyrst og skoði aðstæður. Ágætt er að hafa í huga mögulega bílaumferð út af bílastæðinu neðst í brekkunni þegar „áhlaupið“ er tekið og allt er í botni áður en klifrið hefst. Þá er einnig sandur í hliðinni á veginum, sérstaklega í efri hlutanum upp á Rjúpnahæð og nær hann að hluta inn á veginn. Um að gera að taka sér stöðu á þeim kafla þannig að bílar reyni ekki að taka fram úr nema enginn bíll sé að koma úr öfugri átt. Að lokum eru stakar skemmdir í veginum, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Nauðsynlegt er að skrá sig í Hjólafrétta hópinn á Strava, en aðeins verður tími þeirra sem þar eru tekinn gildur í keppninni. https://www.strava.com/clubs/626199
SEGMENT #6
Segmentið byrjar ekki alveg á neðsta punkti, heldur við vegaslóðann sem liggur til vinstri stuttu eftir neðsta partinn. Þar er skilti sem stendur á Skógræktarfélag Garðabæjar. Segmentið endar svo á hæsta punkti á rjúpnahæðinni, áður en farið er aftur niður að hringtorginu.
Heiti: Vífilstaðabrekkan uppá topp
Tímabil: Fimmtudagur-sunnudag 21.-24. maí (00:01 á fimmtudegi til 22:00 á sunnudegi).
Vegalengd: 1,57 km
Hækkun: 85 m
Avg grade: 5%
Linkur: https://www.strava.com/segments/9897164
Núverandi KOM: Ingvar Ómarsson – 3:00 (31.7.2018)
Núverandi QOM: Ágústa Edda Björnsdóttir – 3:40 (3.5.2016)
STIGAGJÖF
Besti tími segments gefur 20 stig, næsti fær 18 og þriðji 16. Hvert sæti þar á eftir einu stigi minna niður í 1 stig. Haldið verður utan um stig hvers segments og mun svo samanlagður stigafjöldi gilda sem heildarskor í áskoruninni og einn standa uppi stigahæstur segment meistari. Haldið verður utan um tíma karla og kvenna.
Tvö auka stig fást ef viðkomandi nær að setja KOM/QOM á segmentinu (loka KOM/QOM eftir dagana þrjá gildir ef fleiri en einn ná að setja met).