Verðlaunahafi 5. umferðar

Verðlaunahafi fimmtu umferðar áskorunarinnar var dreginn út í dag, en það er hjólaframleiðandinn Lauf sem ætlar að gefa viðkomandi Lauf hjólagalla og Lauf derhúfu. Fyrirtækið var einmitt í samstarfi við okkur hjá Hjólafréttum með segmentið, en í þetta skiptið var haldið út á mölina í Heiðmörk og voru Laufliðar á staðnum og buðu upp á að hjól frá þeim væru prófuð auk þess að grilla pulsur ofan í mannskapinn.
Að þessu sinni fær einn þátttakandi verðlaun og það er Ævar Gunnarsson sem fær að dressa sig upp í Lauf gallann. Ævar hjólaði leiðina þann 15. maí og kláraði hana á 13:22
Sendu okkur skilaboð á FB til að claima verðlaunin. Við munum halda áfram að gefa verðlaun í samstarfi við vini Hjólafrétta á næstu vikum og allir sem taka þátt munu eiga möguleika.