Segment #5 – haldið út á mölina

Þróunin síðustu ár í grand túrunum og reyndar í fleiri stórum götuhjólakeppnum hefur verið að fara aðeins út af malbikinu til að krydda aðeins upp á stemmninguna og fá nýja vídd í keppnina. Við hér á Hjólafréttum látum ekki okkar eftir liggja í þeim efnum og kynnum því smá twist í segment áskorunina og höldum út á mölina í Heiðmörk næstu daga. Þeir sem ekki eiga hjólkost til að spreyta sig á þurfa ekki að örvænta, því í samstarfi við Lauf verður í boði að prófa og taka áskorunina á malarhjóli frá Lauf.

Í fyrstu fjórum áskorununum höfum við verið með blöndu af brekkum, flötum sprettum og smá TT. Næsta segment er nokkuð fjölbreytt, en um er að ræða 6,5 km kafla frá Elliðavatnsbrúnni og „upp að horni“ á Heiðmerkurvegi og svo aftur til baka. Nánari lýsing er að finna hér að neðan.

Segmentið byrjar við seinni innkeysluna á bílaplanið þegar komið er yfir brúna við Elliðavatn, eins og sjá má hér á þessari mynd.
Hin áttin frá sama stað til að átta sig betur á staðsetningunni. Lauf-liðar verða á bílastæðinu sem er hér fyrir aftan myndatökumanninn.

Full kit frá Lauf í verðlaun

Lauf mun gefa einum heppnum þátttakanda full kit hjólagalla í verðlaun, en til að eiga séns á vinningnum þarf aðeins að klára að hjóla segmentið innan tímarammans.

Praktísk atriði

Keppendur eru á eigin ábyrgð, muna að þetta er upp á gamanið og farið varlega, virða lög og reglur og sýna skynsemi.

Í áskorun Hjólafrétta eiga keppendur að taka segmentið einir og því er draft ekki leyfilegt.

Mælt er með að þátttakendur fari segmentið rólega fyrst og skoði aðstæður. Fyrsti kaflinn á leiðinni var fyrr í vikunni aðeins laus í sér, þannig að gott að hafa það í huga. Þá geta einnig verið nokkrar minni holur í mölinni við gatnamótin þar sem stóra brekkan er (sem er partur af segmentinu) og hin brekkan til hægri upp að bílaplaninu þar sem gönguskíðahringurinn byrjar (og hjólaleiðir). Þess fyrir utan þarf auðvitað að hafa í huga að þetta er á möl og hún getur verið laus.

Nauðsynlegt er að skrá sig í Hjólafrétta hópinn á Strava, en aðeins verður tími þeirra sem þar eru tekinn gildur í keppninni. https://www.strava.com/clubs/626199

Lauf verður með malarhjól á staðnum

Á laugardaginn milli 11 og 14 verður smá húllumhæ, en þá munu Lauf-liðar mæta á staðinn með nokkur True grit malarhjól frá fyrirtækinu. Gefst áhugasömum tækifæri að prófa hjólin og taka áskorunina á þeim.

Lauf verður með True grit malarhjól á staðnum á laugardaginn.

Reynt verður að vera með hjól í sem flestum stærðum. Rétta tækifærið til að bæði prófa skemmtilegt hjól og hitta fólk í malarkreðsunni. Þá segir veðurspáin líka að stóri guli hringurinn á himninum muni láta sjá sig og ekki kvörtum við yfir því. Þannig ætti að vera aðeins bjartara yfir en á þriðjudaginn þegar myndirnar sem fylgja með fréttinni voru teknar.

Hægt verður að finna Lauf-liða við bílastæðið þar sem segmentið byrjar.

Veðurstofan spáir sól á laugardaginn (og reyndar sunnudaginn líka).

Segment #5

Segmentið byrjar við seinni innkeyslunni að bílaplaninu við Elliðavatn (rétt eftir litlu einbreiðu brúna). Hjólað er beint áfram alla leið upp í horn, eða þar sem 90° beygja kemur á veginn alveg innst, eftir rúmlega 3 km. Ath að á leiðinni eru aðrar beygjur, þannig að ágætt er að kynna sér leiðina áður en segmentið er tekið.

Þegar komið er upp í horn má meðal annars sjá lítið Ferðafélags Íslands skilti vinstra meginn í vegkantinum. Þar sem snúið er við þarf að hjóla inn á lítið bílainnskot sem er í beygjunni, en það felur í raun í sér að snúningurinn er ekki á veginum sjálfum heldur umræddu bílainnskoti/bílastæði. Svo er haldið sömu leið til baka.

Eins og sjá má á prófíl segmentsins er þetta aflíðandi upp í mót á fyrri helmingnum og svo niður í mót seinni helminginn, þó með þeirri undantekningu að nálægt upphafi og enda er smá upp og niður.

Heiti: Hjólafréttir Segm. #5 2020 – Heiðmerkurvegur upp í horn og til baka
Tímabil: Föstudagur-sunnudag 15.-17. maí (00:01 á föstudegi til 22:00 á sunnudegi).
Vegalengd: 6,47 km
Hækkun: 116 m
Avg grade: 0%
Linkur: https://www.strava.com/segments/23969431
Núverandi KOM: Guðberg Björnsson – 12:59
Núverandi QOM: Kristrún Lilja Júlíusdóttir – 17:28

Hjólað er alla leið upp í horn, eins og það er kallað af fagfólkinu. Þetta er 90° beygjan sem finna má á Heiðmerkurvegi innst. Þekkja má staðinn meðal annars af litlu skilti Ferðafélags Íslands sem er þarna vinstra meginn á myndinni.

STIGAGJÖF

Besti tími segments gefur 20 stig, næsti fær 18 og þriðji 16. Hvert sæti þar á eftir einu stigi minna niður í 1 stig. Haldið verður utan um stig hvers segments og mun svo samanlagður stigafjöldi gilda sem heildarskor í áskoruninni og einn standa uppi stigahæstur segment meistari. Haldið verður utan um tíma karla og kvenna.

Staðan í keppninni

Tvö auka stig fást ef viðkomandi nær að setja KOM/QOM á segmentinu (loka KOM/QOM eftir dagana þrjá gildir ef fleiri en einn ná að setja met).

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar