KOM og QOM-in halda áfram að dælast inn – staðan eftir segment #4

Segment #4 byrjar strax eftir þessi gatnamót og er upp Klettagarðana vestan meginn.

Þá er fjórða áskorunin afstaðin og niðurstaðan í þetta skiptið voru ný met í bæði karla- og kvennaflokki. Það er reyndar orðið nokkuð vanaleg niðurstaða að met falli í þessum áskorunum, en hingað til hafa konurnar sett nýtt QOM í hverri einustu áskorun og í karlaflokki hafa tvö KOM verið sett af fjórum mögulegum. Þetta þýðir 75% árangur að ná metum hingað til!

Staðan í segment áskoruninni

En að úrslitunum sjálfum. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir nældi sér í sigurinn kvennamegin á tímanum 46 sek. Sló hún þar með met Bríetar Kristý um tvær sekúndur. Hafdís Sigurðardóttir kom suður yfir heiðar og nýtti tímann meðal annars í að skella sér í annað sætið í þessari áskorun á 47 sek. Bríet hefur nú sigrað tvær umferðir, Ágústa Edda eina og Erla nú eina en hún hefur verið í kringum 3-5 sætið hingað til.

Í karlaflokki hirti Eyjólfur Guðgeirsson aftur fyrsta sætið og setti KOM í leiðinni á tímanum 38 sek. Bætti hann met Sigurðar Hansen og Kristjáns Sigurðssonar um eina sekúndu. Hann var einnig í fyrsta sæti í síðustu áskorun eftir að hafa misst úr tveimur fyrstu skiptunum. Á eftir Eyjó var Óskar Ómarsson á 40 sek og Martin Marinov á 41 sek.

Segment #4: Hjólað er upp brekkuna vestan meginn í Klettagörðum

Eftir fjórar áskoranir er staðan í kvennaflokk þannig að Bríet Kristý er efst með 75 stig, en Erla Sigurlaug skaust upp í annað sætið með 67 stig. Þar á eftir koma tvær Margrétar; Margrét Arna Arnarsdóttir með 54 stig og Margrét Indíana Guðmundsdóttir með 51 stig. Greinilegt er að konurnar taka áskorununum alvarlega, en sjö efstu hafa samviskusamlega tekið þátt í öllum áskorununum hingað til.

Í karlaflokki heldur Ingvar Ómarsson toppsætinu með 54 stig, þótt hann hafi ekki tekið þátt í þessari viku. Það setur hins vegar aukna spennu í heildastigalistann, en í öðru sæti er Björgvin Pálsson með 46 stig og þriðju eru þeir Jón Arnar Óskarsson og Guðni Ásbjörnsson með 44 stig hvor. Eyjólfur stekkur hins vegar upp í fimmta sætið með sigrunum tveimur og er með 42 stig.

Á morgun verður tilkynnt um hver hreppir útdráttarverðlaunin glæsilegu frá TRI, en um er að ræða glæsilegt Cube LED ljós, 2000 lúmen, sem hægt er að festa við hjálminn og er með þráðlausri fjarstýringu. Þó það sé bjart akkúrat núna er þetta þarfaþing fyrir alla sem hjóla aðeins inn í rökkrið þegar dimma tekur og ekki síst þá sem hjóla allan ársins hring.  

Á miðvikudaginn verður svo tilkynnt um næsta segment, en í þessari viku verður smá krydd í leiðarvali, en allir sem vilja ættu engu að síður að hafa möguleika á að reyna sig við grófari aðstæður. Fyrir þá sem eiga erfitt með að bíða er smá tease á Instagram @hjolafrettir.

Staðan í áskoruninni má finna hér.

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar