Áskorun Hjólafrétta – Segment #4
Í gær voru úrslitin birt úr þriðju áskoruninni. Sú leið hentaði tímatökuhjólurum einstaklega vel og voru nokkrir sem viðruðu TT hjólin sín að því tilefni. Þau munu ekki nýtast í þessari viku. Eins og í öllum góðum grand túrum, fá sprettarar tækifæri til að sýna sig í fyrri hluta keppninnar áður en keppnin fer í fjöllin. Það sama verður á teningnum hjá brautarhönnuði Hjólafrétta.
Þátttakan hefur verið framar vonum, og eru nú um 530 skráðir í Hjólafrétta grúbbuna á Strava. Við munum einnig vera með vikuleg verðlaun fyrir þátttöku á næstu vikum þar sem allir eiga séns á vinningi en við erum búnir að draga út sigurvegara úr áskorun #3 og voru þeir tilkynntir í gær og má sjá hér.
Næsta áskorun er í Klettagörðum, sprettkafli örlítið upp á við frá síðustu hliðargötunni/innkeyrslu/bílastæði á leiðinni í vesturátt og næstum upp að Sæbraut, en segmentið endar við stóra skiltið sem er stuttu fyrir gatnamótin.
TRI gefur Cube led ljós í verðlaun vinning vikunnar
TRI ætlar að gefa einum heppnum þátttakenda glæsilegt Cube LED ljós, að verðmæti 35.990 kr. í verðlaun. Þetta er alvöru græja, 2000 lúmen, hægt að festa við hjálminn og er með þráðlausri fjarstýringu. https://tri.is/product/cube-led-light-hpa-2000
Allir sem klára segmentið og eru í Hjólafrétta grúbbunni eiga möguleika á verðlaununum. Í þessari viku mun einn þátttakendi vera dreginn út, og skoðum við hverjir tóku segmentinn dag hvern. Það merkir að ef keppendur hjóla fleiri en einn dag, aukast möguleikarnir á að vera dreginn út. Áskorun 4 er í fjóra daga og því hægt að hjóla sig fjórum sinnum inn í útdráttinn.
PRAKTÍSK ATRIÐI
Keppendur eru á eigin ábyrgð, muna að þetta er upp á gamanið og farið varlega, virða lög og reglur og sýna skynsemi.
Í áskorun Hjólafrétta eiga keppendur að taka segmentið einir og því er draft ekki leyfilegt.
Mælt er með að þátttakendur fari segmentið rólega fyrst og skoði aðstæður. Þessi partur af Klettagörðum er góður yfirferðar og helst er að varast beri sand og drullu í köntunum. Þá þarf að hafa sérstakar gætur á umferð, sér í lagi stórra bifreiða sem eru algengar á þessu svæði.
Nauðsynlegt er að skrá sig í Hjólafrétta hópinn á Strava, en aðeins verður tími þeirra sem þar eru tekinn gildur í keppninni. https://www.strava.com/clubs/626199
SEGMENT #4
Fjórða segmentið heitir “Hjólafréttir Segment #4 2020“
Segmentið hefst við síðustu innkeyrsluna út að sjónum þegar hjólað er í vesturátt (að Laugarnesi og miðbænum). Ath. að hér er nýja vinnusvæðið ekki talið með sem innkeyrsla. Það nær svo um 600 m upp götuna og að stóru upplýsingaskilti/götuskilti
Tímabil: Fimmtudagur-sunnudag 7.-10. maí (00:01 á fimmtudegi til 22:00 á sunnudegi).
Vegalengd: 0,58 km
Hækkun: 7 m
Avg grade: 1%
Linkur: https://www.strava.com/segments/18507830
Núverandi KOM: Sigurður Hansen/Kristján Sigurðsson – 39 sek
Núverandi QOM: Bríet Kristý – 48 sek
STIGAGJÖF
Besti tími segments gefur 20 stig, næsti fær 18 og þriðji 16. Hvert sæti þar á eftir einu stigi minna niður í 1 stig. Haldið verður utan um stig hvers segments og mun svo samanlagður stigafjöldi gilda sem heildarskor í áskoruninni og einn standa uppi stigahæstur segment meistari. Haldið verður utan um tíma karla og kvenna.
Uppfært: Tvö auka stig fást ef viðkomandi nær að setja KOM/QOM á segmentinu (loka KOM/QOM eftir dagana 4 gildir ef fleiri en einn ná að setja met). Upphaflega, þar sem um nýtt segment var að ræða var Strava ekki búið að uppfæra eldri tíma inn á þetta segment, en það kom svo á endanum.