Vinningshafar úr Segment #3

Líkt og við greindum frá í síðustu viku verða dregin út vikuleg verðlaun fyrir þátttöku í áskorun Hjólafrétta. Verðlaunin í þriðju áskorun voru gefin af Þriðja Hjólinu, en Jenni ætlar að gefa uppherslu og mælingu á einu gjarðapari.
Hjólafréttir ræddu við Jenna fyrr á þessu ári þar sem kafað var aðeins dýpra í heim gjarðamála, en Jenni er viðurkenndur DT Swiss gjarðasmiður og viðurkenndur dempara tæknir.
Við drógum út eina konu og einn karl sem tóku þátt í áskorun vikunnar og voru það Elsa María Davíðsdóttir og Jón Kristjánsson sem hrepptu verðlaunin.
Sendið okkur skilaboð á FB til að claima verðlaunin. Við munum halda áfram að gefa verðlaun í samstarfi við vini Hjólafrétta á næstu vikum og allir sem taka þátt munu eiga möguleika.
One Reply to “Vinningshafar úr Segment #3”
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.
Yess heppin ég, takk fyrir mig 🙂