Áskorun Hjólafrétta – Segment #3

Eftir stutt klifur upp Áslandið og stuttan sprett úti á Seltjarnarnesi ættu þátttakendur að vera orðnir ágætlega upphitaðir í næstu áskorun. Þátttakendum hefur fjölgað verulega og eru nú um 450 skráðir í Strava hópinn. Frábært að sjá alla nýta tækifærið og fara út hjóla, þó það sé ekki nema til að klára einn segment.

Við ætlum að hafa þennan segment lengri en þá sem komu á undan. Keppendur þurfa nú að fara út á Álftanes. Segmentin sem hjólaður verður heitir “Út á Álftanes! Eða nei annars.“ og er helsta leiksvæði Tímatökuhjólara landsins. Segmentinn byrjar við hringtorgið við Garðahraun, þar sem nýji Álftanesvegur er hjólaður út að hringtorginu á Álftanesi þar sem snúið er við og sami leggur hjólaður til baka.

70754344_559285324611980_1298717841666605056_n
Munu þátttakendur taka út TT hjólin?

Segmentinn gæti reynst veðurspekingum erfiður, meðvindur mun bara endast aðra leiðina.  KOM/QOM eru í eigu Ágústu og Rúnars en þau kepptu á heimsmeistaramótinu í tímatöku á síðasta ári og voru þeirra tímar settir skömmu fyrir þá keppni.

Segmentinn er 7 km langur, en sem sérstök hvatning verða fyrstu verðlaunin veitt. Eina sem þarf að gera er að klára segmentinn og þið komist í pottinn sem dregið verður úr.

Þriðja Hjólið gefur uppherslu og mælingu á gjarðapari

Á næstu vikum munum við gefa verðlaun með hverri áskorun. Verðlaunin í fyrstu áskorun er af betri gerðinni. Jenni Erluson hjá Þriðja Hjólinu ætlar að gefa uppherslu og mælingu á einu gjarðapari.

20191019_141947

Allir sem klára segmentinn og eru í Hjólafrétta grúbbunni eiga möguleika á verðlaununum. Í þessari viku mun einn þátttakendi vera dreginn út, og skoðum við hverjir tóku segmentinn dag hvern. Það merkir að ef keppendur hjóla fleiri en einn dag, aukast möguleikarnir á að vera dreginn út. Áskorun 3 er í fjóra daga og því hægt að hjóla sig fjórum sinnum inn í útdráttinn.

Praktísk atriði

Keppendur eru á eigin ábyrgð, muna að þetta er upp á gamanið og farið varlega, virða lög og reglur og sýna skynsemi.

Í áskorun Hjólafrétta eiga keppendur að taka segmentinn einir og því draft ekki leyfilegt.

Mælt er með að þátttakendur fari segmentinn rólega fyrst og skoði aðstæður. Álftanesvegurinn er góður yfirferðar en það er alltaf þó nokkur umferð á honum og einnig getur verið grjót á vegöxlinni. Oft er möl við hliðarvegi.  Þátttakendur þurfa að vara sig á umferðinni, frá hliðarvegum og við hringtorgin. Sýna þarf sérstaka aðgát þegar farið er inn í hringtorgin og engin ástæða er til að fara of hratt inn í þau, nægur tími er til að vinna upp tíma síðar.

Nauðsynlegt er að skrá sig í Hjólafrétta hópinn á Strava, en aðeins verður tími þeirra sem þar eru tekinn gildur í keppninni. https://www.strava.com/clubs/626199

Segment #3

Þriðji segmentinn eins og fyrr segir heitir “Út á Álftanes! Eða nei annars.“

Tímabil: Fimmtudagur-sunnudag 30. apríl-3. maí (00:01 á fimmtudegi til 22:00 á sunnudegi).

Vegalengd: 7,03 km

Hækkun: 20 m

Avg grade: 0%

Linkur: https://www.strava.com/segments/18507830

Núverandi KOM: Rúnar Örn Ágústsson 8 mín 50 sek – ágúst 2019

Núverandi QOM: Ágústa Edda Björnsdóttir 9 mín 56 sek – ágúst 2019

Stigagjöf

Besti tími segments gefur 20 stig, næsti fær 18 og þriðji 16. Hvert sæti þar á eftir einu stigi minna niður í 1 stig. Haldið verður utan um stig hvers segments og mun svo samanlagður stigafjöldi gilda sem heildarskor í áskoruninni og einn standa uppi stigahæstur segment meistari. Haldið verður utan um tíma karla og kvenna.

Tvö auka stig fást ef viðkomandi nær að setja KOM/QOM á segmentinu (loka KOM/QOM eftir dagana 4 gildir ef fleiri en einn ná að setja met).

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar