Staðan eftir Segment #3

Úrslit í lengsta segmentinu til þessa liggja nú fyrir. Enn á ný fengum við nýtt QOM í kvennaflokki og talsverða spennu í karlaflokki. Í báðum flokkum komu ný nöfn á listann, en það eru svo sem þekkt nöfn í hjólasenunni. Aftur voru viðtökurnar framar vonum okkar, en fyrirfram mátti búast við að segment í lengri kantinum eins og Álftanesvegurinn fram og til baka er, gæti fælt frá. Heimtur voru heldur betur mjög góðar. Ekki skemmdi veðrið heldur fyrir áhuga á að skella sér út að hjóla.

Staðan í segment áskoruninni

Ágústa Edda Björnsdóttir

Segment #3 hentaði tímatökuhjólurum vel, og mátti sjá að sigurvegarar þessarar viku drógu út tímatökuhjólin og viðruðu þau. Það dugði til að tryggja toppsæti. Ólíklegt er að tímatökuhjólin nýtist mikið í næstu segmentum.

Það var Ágústa Edda Björnsdóttir, Íslandsmeistari í bæði tímatöku og götuhjólreiðum, sem skellti sér í toppsætið í þetta skiptið með hörku frammistöðu, en hún bætti fyrra QOM um 8 sekúndur og kláraði segmentið núna á 9:48 sekúndum. Augljóst að hún er að setja í fluggírinn fyrir komandi keppnistímabil, en hún hefur meðal annars sagt við Hjólafréttir að henni langi aftur að taka þátt á heimsmeistaramótinu. Var hún með nokkra forystu á næstu konur, en Margrét Pálsdóttir kom næst á 11:11 og Hrefna Jóhannsdóttir á 11:32. Bríet Kristý Gunnarsdóttir heldur enn fyrsta sæti í heildarkeppninni, en hún kom fjórða á 11:34.

Karlameginn var það Eyjólfur Guðgeirsson sem var með besta tímann, en hann kláraði segmentið á 9:14. Ingvar Ómarsson var þar næstur á 9:17 og Stefán Orri Ragnarsson þriðji á 9:29.  Ingvar er enn með nokkuð gott forskot í fyrsta sætinu, en Stefán Orri er í öðru sæti. Nokkuð stutt er á milli sæta þar á eftir og góður árangur í einni keppni gæti ýtt mönnum vel upp töfluna.

Fyrstu útdráttarverðlaunin verða kynnt sérstaklega síðar í dag, en bæði verða veitt verðlaun fyrir þátttöku í karla- og kvennaflokki.

Sjá má hvernig stigin standa á þessum link hér í segmentum og heildarkeppni.

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar