KOM og QOM á Seltjarnarnesi – staðan eftir áskorun #2

Við fengum heldur betur að sjá flotta tíma í Bakkatjarnarsprettsáskoruninni, en nýtt KOM og QOM fengu að líta dagsins ljós. Það er því ljóst að segment áskorunin er að fara gríðarlega vel af stað, enda höfum við nú séð þrjú met sett í fyrstu tveimur áskorununum, en það er 75% árangur. Til viðbótar við það fór þátttakan fram úr björtustu vonum og tóku vel á annað hundrað þátt í þetta skiptið.

Hægt er að sjá heildarstöðuna hér

Í karlaflokki voru það þeir Stefán Orri Ragnarsson og Pálmar Gíslason sem komu á besta tímanum, 38 sekúndum og bættu þar með fyrra KOM um 2 sekúndur. Það má reyndar geta þess að fimm aðrir þátttakendur bættu tíma fyrra KOM-sins og voru þeir á 39 sekúndum. Allir þessir sjö tímar voru settir á sunnudaginn. Greinilegt að góða veðrið var að skila sér beint í wöttum út í pedalana.

Ingvar Ómarsson var einn þessara fimm sem enduðu saman í þriðja sæti og nær hann með því að halda efsta sætinu í heildarkeppni karla. Jón Arnar, sem var í öðru sæti síðast, nær einnig að halda sínu sæti, en Pálmar stekkur upp í þriðja sætið. Talsverð barátta er meðal efstu manna og ekki þarf miklar breytingar milli áskorana þannig að þessi röð riðlist mikið.

Upplýsingar um áskorun #2

Í kvennaflokki hélt Bríet Kristý Gunnarsdóttir uppteknum hætti og var bæði fyrst og setti nýtt QOM. Bætti hún fyrra met um heilar fjórar sekúndur og var á 42 sekúndum. Þær María Ögn Guðmundsdóttir og Margrét Arna Arnardóttir voru saman í öðru sæti á tímanum 44 sekúndur og Erla Sigurlaug Sigurðardóttir var á 45 sekúndum í fjórða sæti. Allir þessir tíma voru undir fyrra QOM tímanum og voru einnig settir á sunnudaginn í góða veðrinu.

Bríet og María halda sínum sætum á heildarlistanum, en Margrét Arna stekkur upp fyrir Erlu í þriðja sætið. Bríet hefur 8 stiga forskoti eftir fyrstu tvær áskoranirnar, en næstu sæti eru nokkuð þétt skipuð.

Ath. athugasemdir þurfa að berast áður en næsta áskorun hefst.

Næsta áskorun verður kynnt á morgun eða miðvikudaginn. Stay tuned!

Heildarstaðan í segment áskoruninni

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar