Áskorun Hjólafrétta – Segment #2
Það er komið að annarri umferð segment áskorunar Hjólafrétta. Það eru þegar komnir yfir 300 einstaklingar í hópinn á Strava og því ljóst að áhuginn er mikill fyrir peppi eins og þessu. Veðrið var ekkert upp á það besta stóran hluta síðasta áskorunartímabils, en það stefnir í mun skemmtilegra veður í þessari viku. Þá hefur verið ákveðið að tímabilið núna nái frá fimmtudegi til sunnudag. Við hvetjum alla til að taka þátt, hvort sem þeir eru að keppa um efstu sætin eða keppa við sjálfa sig eða aðra af svipuðu getustigi, eða bara til að fara út að hjóla.
Við færum okkur úr brekkuáskorun í síðustu viku yfir í all out flatann sprett í þessari viku og er stefnan sett á Suðurströndina á Seltjarnarnesi (rangsælis). Hér munu total wött og aero skipta öllu máli.
Punktar frá fyrri áskorun
Þar sem við erum að fínpússa öll atriði „as we go“ þá var okkur bent á að í tveimur tilfellum hefðu keppendur haft sama tíma en verið í mismunandi sætum. Við löguðum það og eru nú viðkomandi í sama sæti og þar með með jafnan fjölda stiga. Ef nokkrir keppendur enda með sama tíma í síðasta stigasætinu munu þeir allir fá sama stigafjöldann og því mögulega vera fleiri en 18 í stigasæti.
Þá misfórst skráning á Jóni Arnari Óskarssyni sem hafði tekið áskorunina bæði á tímabilinu og fyrir tímamörkin. Var tími hans 1:51 upp Áslandið og endaði hann þar með í öðru sæti í karlaflokki. Færðust aðrir niður um sæti eftir því. Þetta er ágæt áminning fyrir keppendur að athuga alltaf sjálfir líka hvort við séum með rétt skráðan tíma hjá þeim þegar úrslit eru birt. Hægt verður að gera athugasemdir þangað til næsta lota hefst.
Praktísk atriði
Keppendur eru á eigin ábyrgð, muna að þetta er upp á gamanið og farið varlega, virða lög og reglur og sýna skynsemi. Sérstaklega skal varað við því að taka upphitunarspretti á göngustígnum meðfram ströndinni frá Gróttuvita að golfvellinum. Sýnum gangandi tillitsemi þar. Þetta á auðvitað við um aðra göngustíga líka.
Þá er einnig ágætt að hafa í huga að Suðurströndin er eins og hefðbundin íslensk strandgata, það eru örfáar holur á leiðinni, sérstaklega við vegöxlina, og þegar komið er nær Nesbala (í áttina þar sem segmentið endar) eru nokkrar ójöfnur í götunni. Þá er einnig hraðahindrun rétt eftir að segmentinu lýkur. Flestir sem hafa farið þessa leið þekkja þetta og það ætti ekki að hafa nein áhrif. Hafi einhver ekki hjólað þessa leið á götunni (t.d. alltaf farið stíginn) legg ég til að þetta sé fyrst hjólað almennt áður en spretturinn er tekinn.
Nauðsynlegt er að skrá sig í Hjólafrétta hópinn á Strava, en aðeins verður tími þeirra sem þar eru tekinn gildur í keppninni. https://www.strava.com/clubs/626199
Keppendur eiga að taka segmentin, solo, ekkert draft eða samvinna leyfileg.
Frestun á birtingu árangurs/tíma er lame 🙂
Verðlaun
Við erum að safna saman verðlaunum og verða þau líklega kynnt betur í vikunni. Bæði verður um útdráttarverðlaun að ræða sem og fyrir árangur. Stay tuned!
Segment #2
Annað segmentið er „Bakkatjarnarsprettur austur – úr bílastæði að bumbuskilti.“ Nær það eins og heitið gefur til kynna frá bílastæðinu þar sem haldið er inn á Gróttustíginn og svo austur að hraðahindrunarskiltinu.
Ath að í toppmyndinni er það segment A sem um ræðir.
Tímabil: Fimmtudagur-sunnudag 23-26. apríl (00:01 á fimmtudegi til 22:00 á sunnudegi).
Vegalengd: 0,55 km
Hækkun: 2 m
Avg grade: 0%
Linkur: https://www.strava.com/segments/18218409?filter=overall
Núverandi KOM: Kristján Sigurðsson 40 sek – júlí 2018
Núverandi QOM: Inga María Ottosdóttir 46 sek – ágúst 2017
Stigagjöf
Besti tími segments gefur 20 stig, næsti fær 18 og þriðji 16. Hvert sæti þar á eftir einu stigi minna niður í 1 stig. Haldið verður utan um stig hvers segments og mun svo samanlagður stigafjöldi gilda sem heildarskor í áskoruninni og einn standa uppi stigahæstur segment meistari. Haldið verður utan um tíma karla og kvenna.
Tvö auka stig fást ef viðkomandi nær að setja KOM/QOM á segmentinu (loka KOM/QOM eftir dagana 4 gildir ef fleiri en einn ná að setja met).
2 Replies to “Áskorun Hjólafrétta – Segment #2”
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.
Geggjað 🙂