Segment áskorun Hjólafrétta
Vorið er komið, racerarnir eru komnir úr skúrnum og sumarfiðringur kominn í marga hjólara. Hins vegar er lítið um hjólamót í náinni framtíð og því langar okkur á Hjólafréttum að skella í segment áskorun næstu vikurnar með mismunandi segments þar sem einn sigurvegari stendur uppi í lokin
Hugmyndin er að reyna að ná sem bestum tíma á einu segmenti í hvert skipti, en segmentið verður kynnt með eins til tveggja daga fyrirvara og gefast tveir til þrír dagar í að ná sem bestum tíma. Áætlað er að áskorunin vari ca út maí. Hver og einn getur reynt eins oft við segmentið og hann vill, en þó aðeins innan þessa dagafjölda sem gefinn er.
Segmentin verða blanda af klifri og jafnsléttu, sprettum og aðeins lengri leggjum. Öll segmentin verða í eða rétt í kringum höfuðborgarsvæðið.
Keppendur eiga að taka segmentin, solo, ekkert draft eða samvinna leyfileg.
Fyrsta segmentið
Fyrsta segmentið er „Áslandsbrekka norður“ í Hafnarfirði. sem nær frá Ástorgi (hringtorg) upp Ásbraut að Goðatorgi (einnig hringtorg).
Tímabil: Föstudagur-sunnudagur 17-19. apríl. (00:01 á föstudegi til 23:59 á sunnudegi)
Vegalengd: 1,03km
Hækkun: 37m
Avg grade: 4%
Linkur: https://www.strava.com/segments/659379
Til að taka þátt:
Nauðsynlegt er að skrá sig í Hjólafrétta hópinn á Strava, en aðeins verður tími þeirra sem þar eru tekinn gildur í keppninni. https://www.strava.com/clubs/626199
Stigagjöf:
Besti tími segments gefur 20 stig, næsti fær 18 og þriðji 16. Hvert sæti þar á eftir einu stigi minna niður í 1 stig. Haldið verður utan um stig hvers segments og mun svo samanlagður stigafjöldi gilda sem heildarskor í áskoruninni og einn standa uppi stigahæstur segment meistari. Haldið verður utan um tíma karla og kvenna.
Tvö auka stig fást ef viðkomandi nær að setja KOM/QOM á segmentinu (loka KOM/QOM eftir dagana 2-3 gildir ef fleiri en einn ná að setja met). Keppendur eru á eigin ábyrgð, muna að þetta er upp á gamanið og farið varlega.
Ride on!