Nýjungar hjá Zwift og frestun á uppfærslu + 15 race tips

Áhugi á innihjólreiðum og trainerum hefur líklegast aldrei verið meiri en akkúrat núna. Af þeim sökum vildum við taka saman nokkra nýlega punkta um það sem hefur breyst á þessu hjólaplatformi síðustu daga og vikur, auk þess að koma með nokkrar ráðleggingar til fólks sem er að stíga sín fyrstu skref í keppnum á Zwift eða vill bæta sig þar.

Auka „guest world“

Nú verður hægt að velja Watopia alla daga sem og tvo aðra “guest worlds”

Frá því að Zwift opnaði í fyrra fyrir að hægt væri að velja um tvo heima, þ.e. að vera með Watopia og „guest world“ hefur notendum fjölgað mikið. Síðasta haust var ekki óalgengt að sjá tölur frá 3 upp í 5 þúsund í einu í hvorum heimi hverju sinni, en í dag sér maður oftast um og yfir 10 þúsund í hvorum heimi og jafnvel samtals í kringum 25 þúsund.

Á föstudaginn tilkynnti Zwift að við myndi bætast einn auka „guest world.“ Áfram verður alltaf hægt að velja Watopia, en svo verður eftirfarandi samsetning gestaheima möguleg: London + Yorkshire, NYC + Richmond, Richmond + London, Innsbruck + Richmond, og Yorkshire + Innsbruck. Hægt er að sjá dagatalið á meðfylgjandi mynd.

Fresta útgáfu nýs notendaviðmóts

Samhliða þessu var greint frá því að útgáfu á nýju notendaviðmóti, sem hefur verið beðið MJÖG LENGI, hafi verið frestað fram á haust. Tekið er fram að nýtt notendaviðmót fyrir Apple TV sé klárt, en að með ákvörðun hafi verið tekin um að fresta útgáfunni þangað til seinna á árinu. Ekki er þó tekið fram neitt með stöðuna á nýju notendaviðmóti fyrir önnur stýrikerfi, en ætla má að þeim hafi einnig verið frestað. Í tilkynningu Zwift segir að með aukinni notkun síðustu vikna hafi fyrirtækið þurft að leggja aukna áherslu á að tryggja stöðugleika sem fylgi fjölgun notenda.

Þróa Zwift clubs

Þá hefur verið greint frá því að Zwift vinni nú að því að þróa nýjan eiginleika, sem gengur undir nafninu Zwift clubs“, en þar verður vinahópum, æfingahópum eða íþróttafélögum gert kleift að halda betur utan um hópinn, með viðburðum, keppnum, topplistum og fleiru. Þessi nýja útgáfa hefur verið í prófun undanfarið og er gert ráð fyrir henni fyrir lok ársins. Spurning hvort þetta haldist í hendur við nýtt notendaviðmót?

Zwift getur þó ekki beðið of lengi með þetta, því þó forritið sé næstum því í einokunarstöðu á innihjólaforritamarkaðinum, þá hafa nokkrir samkeppnisaðilar verið að bæta sig að undanförnu.TrainerRoad eru til að mynda með hópatíma með myndsamtali.

15 ráðleggingar fyrir Zwift keppnir

Samhliða fjölgun notenda á þessum kórónutímum hefur Zwift fjölgað viðburðum og keppnum umtalsvert. Margir eru að koma nýir inn í Zwift-heiminn og í keppnirnar þar. Þótt sömu lögmál eigi að gilda í stafræna heiminum og á götunum, er það ekki alltaf svo. Þau hjá CyclingTips hafa tekið saman nokkuð góðan lista yfir fjölda atriða sem er gott að hafa í huga, hvort sem um er að ræða nýja keppendur á Zwift eða þá sem lengur hafa verið að.

Sérstaklega finnst mér rétt að benda á notkun „power-ups“ og hvað þau gera nákvæmlega. Þá er líka mikilvægt að fylgjast vel með tölum annarra keppenda í kringum þig og þekkja aðstæður í brautinni.

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar