Eitthvað fyrir hjólreiðafólk að horfa á

Á þessum síðustu og verstu tímum eru hóphjólreiðar ekki beint inn á radarnum, skipulagt æfingaprógramm hefur að mestu leyti verið fellt niður og veðrið ýtir fólki helst til að stunda æfingar inni á trainer. Til að stytta sér stundir, hvort sem er á kvöldin upp í sófa eða meðan á inniæfingum stendur, þá eru hér nokkrar hugmyndir um kvikmyndir, þætti eða stuttmyndir um hjólreiðar sem vert er að athuga með.

The Least Expected Day – Netflix

Þessir þættir voru að koma út og fylgja World tour liðinu Movistar yfir erfitt tímabil í fyrra og erfiðleikana við að halda mörgum stórstjörnum saman í einu liði. Er liðinu fylgt í gegnum Grand túrana þrjá, Giro d’Italia, Tour de France og Vuelta a España.

Icarus – Netflix

Áhugamaður um hjólreiðar ákveður að sjá prófa sig áfram í áhugamannakeppnum með lyfjamisferli og sjá hversu auðvelt er að ná í slík efni og ná árangri. Hann kemst í samband við yfirmann rússneska lyfjaeftirlitsins, en hann hefur aðstoðað fjölda íþróttamanna í þessum efnum og er meðal annars höfuðpaurinn í lyfjamisferli fjölda íþróttamanna í Rússlandi sem þarlend yfirvöld styðja. Allt varð þetta til að afhjúpa þennan stóra lyfjahring og var rússnesku íþróttafólki víða bannað að keppa.

Sunday in Hell

Dönsk heimildarmynd frá 1976 sem sýnir Paris-Roubaix keppnina, en hún er á meðal vor klassík keppnanna. Sýnt er frá sjónarhorni keppenda, áhorfenda og skipuleggjanda. Kíkt aftur í tímann þegar kempur eins og Eddy Merckx, Roger De Vlaeminck og Freddy Maertens voru meðal keppenda. Hellusteinar, leðja og keppendur sem gefa allt sem þeir eiga. Myndina má sjá í heilu lagi á Youtube.

Half the road – Amazon prime video

Viðtals- og heimildarmynd um hlut kvenna í hjólreiðum og það ójafnrétti sem er á milli kynjanna þegar kemur að keppnisíþróttinni. Rætt við fjölda kvenna sem eru í fremstu röð. Á vefsíðu myndarinnar er henni lýst á eftirfarandi hátt: „Our documentary explores the idea that, If women hold up half the sky, then the women’s peloton deserves ‘half the road’ of opportunity, growth, support & equality within professional cycling.”

Hell on wheels

Í tilefni af 100 ára afmæli Tour de France árið 2003 var þessi mynd gefin út. Hún fylgir þýska liðinu Team Telekom og sérstaklega keppandanum Erik Zabel. Þrátt fyrir að lyfjamisferli sé ekki hluti af myndinni, þá kom síðar í ljós að Telekom hafði um áraraðir staðið í slíku og játaði Zabel meðal annars lyfjamisferli í tengslum við keppni sína í hjólreiðum. Myndina má finna í betri upplausn á Amazon prime video

EF í Cape Epic 2020

Education first World tour liðið hefur síðustu ár verið með sérstaka dagskrá utan hefðbundna keppnisdagatalsins. Þannig sáum við liðsmenn þeirra meðal annars mæta í Dirty Kanza og The Rift í fyrra. Í ár byrjðuðu þeir meðal annars í fjallahjólakeppninni Cape Epic í Suður Afríku, en að lokum var keppninni aflýst. Mynd í styttri kantinum og því þægileg áhorfs.

Lanterne rouge

Ástralskur lögfræðingur að nafni Patrick Broe og gríðarlega mikill áhugamaður um hjólreiðar heldur úti þessari öflugu Youtube rás. Held með sanni að hægt sé að segja að þetta sé einn af földu demöntum hjóla myndskeiða á netinu. Hann tekur fyrir áhugaverð atvik í keppnum og eldri móment, jafnvel áratuga gömul og greinir þau niður út frá tækni, samstarfi innan liða og auðvitað krafti keppenda. Talar nokkuð hreint út um sínar skoðanir sem er einstaklega jákvætt fyrir þá sem vilja kafa aðeins dýpra ofan í hjólafræðin. Þess má geta að Lanterne rouge þýðir rauði lampinn og er nafn sem notað er um þann sem er aftastur í Tour de France.

Hér er linkur á Youtube-rásina Lanterne rouge

Fyrir Remco hype-train áhugamenn mæli ég t.d. með þessum tveimur:

The Flying Scotsman

Leikin mynd byggð á afrekum Graeme Obree, skosks hjólreiðamanns sem setti nýtt eins klst heimsmet tvisvar, fyrst árið 1993 og aftur árið 1995. Hann keppti á heimasmíðuðu hjóli þar þar sem hann nýtti sér nýstárlega stöðu á hjólinu til að vinna gegn loftmótstöðunni, sem allir hjólreiðamenn glíma við, með góðum árangri. Afrek Obree urðu til þess að reglur í tengslum við eins klst metið voru hertar.

Styttri heimildarmynd um Obree má finna hér:

Pantani: The Accidental Death of a Cyclist – Amazon prime video

Heimildarmynd um ítalska hjólreiðamanninn Marco Pantani sem náði meðal annars hinum einstaka árangri að vinna bæði Giro og Tour de Fance sama árið. Hann var ásakaður um lyfjamisferli en var aldrei fundinn sekur um slíkt. Hins vegar var honum vísað úr 1999 Giro vegna óreglulegra blóðgilda, en með því gat hann ekki varið titilinn sinn.  Pantani lést árið 2003 úr hjartaáfalli eftir kókaínneyslu.

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar