Stór nöfn munu mæta í Riftið

Það seldist hratt upp í Riftið 2020, eða á einungis hálfum sólarhring líkt og við fórum yfir í grein okkar á föstudag. Íslendingum mun fjölga í keppninni en þeir verða þó einungis um fjórðungur keppenda. Í keppninni mætir fjöldi keppenda með það að markmiði að njóta, klára og komast í mark. Aðrir mæta með það að markmiði að keppa og keppa um sæti.

Hjólafréttir hafa fengið það staðfest að stór nöfn muni raða sér upp á ráslínu á Hvolsvelli þann 25. Júlí og ljóst að keppnin verður afar hörð um pláss á verðlaunapalli, hvort sem er i karla eða kvennaflokki. Þetta eru frábærar fréttir fyrir aðdáendur keppnishjólreiða á Íslandi.

Árangur Íslendinga var frábær á síðasta ári, og áttum við fulltrúa á verðlaunapalli í bæði karla og kvennaflokki og verður spennandi að sjá hvort Íslendingar muni skipa sér í hóp hinna bestu í 2020 útgáfunni.

Colin Strickland ætlar að reyna að verja titilinn

67902008_444798939443127_7214221704841658368_o

Allir sem náðu á verðlaunapall á síðasta ári í karlaflokki munu mæta aftur til leiks í Riftið. Það merkir að Ingvar Ómarsson mun endurnýja kynnin við þá Ted King og Colin Strickland sem lentu í fyrsta og öðru sæti á síðasta ári. Þar með er ekki öll sagan sögð, því samkeppnin mun verða harðari á næsta ári. Hér eru nokkrir sem munu gera atlögu að fyrsta sætinu:

Peter Stetina mun mæta til leiks en hann stundað malarhjólreiðar af fullum krafti á þessu ári og sýnt frá ferlinu á Instagram. Stetina hætti sem atvinnumaður í götuhjólreiðum fyrir þetta tímabil en hann var liðsmaður Trek Segafredo liðsins á síðasta ári.  Stetina hefur áður tekið þátt í malarkeppnum, en hann var í 2. Sæti í Dirty Kanza á síðasta ári.

Asthon Lambie er fyrrum heimsmeistari í track hjólreiðum (innanhús) og hefur gefið það út að hann muni hafa malarkeppnir að markmiði eftir að hafa misst af keppnissæti á ólympíuleikunum í Tokyo. Fleiri stór nöfn munu mæta og má þar nefna Mat Stephens, TJ Eisenhart og Burke Swindlehart sem eru einnig frá Bandaríkjunum. Til viðbótar við þessa má enn búast við því að stór nöfn geti bæst í hópinn er nær dregur keppni og hefur fyrrum liðsmaður Team Sky og Katusha Alpecin, Ian Boswell verið orðaður við þátttöku.

Aukin samkeppni í kvennaflokki

IMG_6689
Frá verðlaunaafhendingunni í Riftinu. (f.v.) María Ögn nr 2, Alison Tetrick nr 1 og Sami Sauri nr 3.

Líkt og í karlaflokki, munu þrír efstu keppendur síðasta árs mæta til leiks að nýju. Það merkir að María Ögn mun aftur mæta sigurvegara síðasta árs Alison Tetrick og bronsverðlaunahafanum Sami Sauri.

Líkt og í karlaflokkinum mun Riftið að laða að sér fleiri sterka keppendur sem hafa verið að raða sér í efstu sætin í stærstu malarkeppnum heims. Þar ber helst að nefna Amanda Nauman en hún sigraði Dirty Kanza árin 2015 og 2016, Kae Takeshita, fyrrum sigurvegari Gravel Worlds og Lauren Stephens sem hjólar með world tour liðinu TIBCO.

Sarah Sturm sem sigraði Belgian Waffle Ride á síðasta ári og hefur verið kölluð rísandi stjarna malarhjólreiðanna mun koma og tekur með sér lið sitt, Specialized Gravel liðið.

View this post on Instagram

Seriously so happy. Single Speed Cyclocross National Champ! – I am still processing it all, but I do know one thing, I am going to be cleaning mud out of everything I own for a long time. I couldn’t have done any of this today without the help of a lot of people. First, @dylan_stucki. I am seriously so lucky to have him, he swapped both of my bikes to single speed, pitted for me, washed bikes ALL day, plus the moral support too, he is way more pro than I am or ever will be. Thank you! And a huge thank you to my family, my Dad cheered me on at every lap, I could hear his excitement every time I (slowly) rolled by, it’s amazing to have him out here. And of course my second family, the @flccycling team. Thank you ALL of you for screaming and running and cheering for me. I would’ve laughed more at your jokes if I wasn’t in so much pain. Plus all of the pre race phone calls, the texts and all of the understanding and support from @rotemracing @grantaberry @mcgoverncycles. I love you all so much. – I am so lucky to have had the best sponsors all season, everyone at @iamspecialized and @tenspeedhero are friends I will always have. So grateful for everything you’ve done. – A HUGE thank you to @lcn_pdx (pics 2-4) and @gvngld (1,5) for their insane talent, capturing these moments is so special and I am so very grateful for your skill and kindness. – #cyclocross #cx #cxnats2018 #nationals #nationalchamp #singlespeedbike #sscx #g.l.o.s.s #singlespeedcx #whatsworthit #specialized #tenspeedhero #iamspecialized

A post shared by Sarah Zoey Sturm (@sarah_sturmy) on

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar