Tour De France 2019 – Upphitun

Stærsti Grand Tourinn á dagatalinu hefst á laugardaginn þegar pelotonið leggur af stað frá Brussels í Belgíu og mun veislan standa yfir þar til keppendur hjóla inn á Champs Elysses í Paris þann 28. júlí. Fyrir áhugasama er auðvitað nauðsynlegt að ná sér í ársáskrift á Eurosport Player og fá allt hjólatímabilið í beinni útsendingu (ca 5.600kr árið). Núverandi meistari er Thomas Geraint hjá Team Ineos (hét Team Sky þar til í maí á þessu ári) og mun hann mæta til leiks til þess að reyna að verja titilinn.

top3
Fyrstu þrír í heildarkeppninni 2018. Einungis Thomas Geraint mætir til leiks í ár.

Meiðsli munu því miður setja svip sinn á þessa keppni. Hinn fjórfaldi TDF sigurvegari, Chris Froome (Ineos) og fyrrum Giro sigurvegarinn Tom Dumoulin (Sunweb) mæta ekki að þessu sinni vegna meiðsla en þeir voru í öðru og þriðja sæti í túrnum á síðasta ári.

Nokkrir sterkir hjólarar tóku jafnframt þátt í Giroinu og eru ekki skráðir til leiks og má þar nefna Giro sigurvegarann Richard Carapaz (Movistar) og Primoz Roglic (Jumbo-Visma) og aðrir eins og Vincenzo Nibali (Bahrain Merida) og Mikel Landa (Movistar) verða ekki fullhvíldir eftir að hafa verið í baráttunni um bleiku treyjuna á Ítalíu. Nibali hefur gefið það út að hann kunni að berjast fremur um Doppóttu treyjuna eða dagleiðir fremur en þá Gulu.

Hvað er Tour de France (útskýring fyrir byrjendur)

be759
Keppt verður í liðstímatöku á dagleið 2

Túrinn er 3460 kílómetrar á 21 dagleið. Eftir dagleið 10 og dagleið 15 má finna einn hvíldardag. Ekki er hægt að tala um TDF sem eina keppni, heldur eru mörg verðlaun og keppendur koma inn með mismunandi markmið. (Skoðaðu samantekt okkar á Grand Túrum frá síðasta ári)

Smá upprifjun

  •         Gula Treyjan – Er veitt þeim sem hjólar allan Túrinn á sem stystum tíma. Talað er um heildarkeppnina (GC – General classification), og sá sem er fyrstur í heildarkeppninni á hverjum tíma fær að vera í Gulu Treyjunni.
  •         Græna Treyjan – Er gefin fyrir þann sem safnar flestum ‚sprett‘ stigum yfir 21 dagleið. Stigin fást flest á flötum leiðum og á sprettum víðsvegar yfir leiðina.
  •         Doppótta treyjan – Er gefin fyrir stig sem safna má með að vera fyrstur upp á fjöll/hæðir yfir túrinn.
  •         Hvíta treyjan – Er sambærileg við gulu treyjuna, nema fyrir hjólreiðamenn yngri en 26 ára.
  •         Önnur verðlaun – Til viðbótar við treyjurnar er einnig eftirsótt að sigra dagleiðir og vera það lið sem hefur stystan heildartíma fyrir liðið.

Dagleiðir í túrnum þetta árið geta einnig verið á mismunandi keppnisformi en til viðbótar við hefðbundnar götuhjólreiðar eru einnig dagleiðir í tímatöku og liðstímatöku

bob
Landsmeistarar hjóla með fánaliti á treyjunni sinni. Fremstur er Bob Jungels, Luxemborgarmeistari.

Ef þú ert að horfa í fyrsta sinn, prófaðu að velja nokkra hjólara til að fylgjast með. Auðvelt getur verið að fylgjast með hjólurum í sérstökum treyjum, eins og regnbogaklæddan Valverde (Regnbogatreyjan er veitt heimsmeistaranum í keppnisgreininni), eða hjólara í fánalitum (Fánalitir eru veittir landsmeisturum). Ef þú fylgist með ákveðnum keppendum yfir túrinn, gætir þú fengið betri skilning á þróun keppninnar. Prófaðu að elta einn sem kann að vera í baráttunni í heildarkeppninni, og jafnvel einn ætlar að reyna við grænu treyjuna. Það er ómögulegt að horfa á allar dagleiðir, ágætt getur verið að lesa samantektir frá hverjum degi á vefmiðlum eða horfa á samantektir á Youtube frá dagleið dagsins. Ekki búast við því að heildarkeppnin sé lífleg fyrstu vikuna, þá er mest um flatar dagleiðir og meira af baráttu um grænu treyjuna og um dagleiðir.

Leiðin

route

Leiðin í ár liggur í suðurátt frá Belgíu, í gegnum Alsace héraðið, nálægt landamærunum við Þýskaland. Á dagleið 6 er hjólað í átt að St. Etienne og eftir fyrsta hvíldardag fer keppnin til Toulouse. Það þýðir að vika tvö fer í Pýreneafjöllin og vika þrjú verður í Ölpunum. Semsagt, mikið um klifur og mikið um suffer face.

Meirihlutinn af flötu dagleiðunum verður þannig í fyrstu vikunni og mun því mikið af baráttunni um Grænu treyjuna vera háð á fyrstu dögunum. Af þeim sökum gæti heildarkeppnin verið róleg fyrstu dagana. Líklegt er að Gula Treyjan verði fyrstu dagana hjá liði sem hefur sterkan liðstímatökuhóp og ætlar sér að vera í baráttu um Grænu treyjuna. Þarna gætu sterkt liðstímatökulið eins og Jumbo Visma náð Gulu Treyjunni fyrir Dylan Groenewegen en á síðasta ári sáum við Greg Van Avermaet halda Gulu Treyjunni fram á 11. Dagleið.

Nú gæti þó reynst erfitt að verja hana fram yfir klifrin á dagleið 6 þegar heildarkeppnin mun hefjast af alvöru.

Hjólafréttir ætla að sjálfsögðu að horfa á sem flestar dagleiðir en það getur reynst erfitt yfir sumartímann. Hér eru því nokkrar dagleiðir sem verðugt er að fylgjast vel með og þar mun vera spenna í heildarkeppninni. Þó sigurinn gæti mögulega verið unninn í tímatökunum þá eru flugeldarnir alltaf í fjöllunum. Leiðin í ár bíður upp á fimm ‚mountain top finish‘, þar sem endamarkið er upp á fjalli.

Stage 6: 11. júlí – 160 km

stage-6-profile

Dagleið 6 er fyrsta dagleiðin þar sem heildarkeppnin fer á flug. Hjólaðir eru 160 km og fljótlega eftir startið verður farið upp 10,8 km í 5,4% halla. Brekkurnar á leiðinni eru þó fleiri, og verða brattari. Á miðri leið er annað langt klifur, 11 km í 5,8% halla og því ljóst að keppendur verða vel marineraðir þegar síðustu tvö klifrin taka við, þ.e. 3,5 km í 9,5% og svo endar leiðin á fjalli eftir 7 km í 8,7% halla. Ekki láta það blekkja ykkur, síðustu ramparnir eru um 20% halli.

Stage 14: 20. júlí  – 117 km

Þessi dagleið tikkar í öll boxin. Einungis 117 km, kemur degi eftir einstaklings tímatöku og inniheldur tvö alvöru klifur, annað 11,9 km í 7,8% og svo Col du Tourmalet sem er 19 km í 7,4%. Tourmalet er vel þekkt klifur og hefur verið í keppninni reglulega undanfarin ár.

Stage 15: 21. júlí – 185 km

stage-15-mur-de-peguere
Mur de Péguere á dagleið 15

Dagurinn fyrir seinni hvíldardaginn er líklegur til að bjóða upp á augnakonfekt. Keppendur munu því tæma bensíntankinn fyrir hvíldina en verða orðnir þreyttir eftir dagana tvo á undan. Dagleiðin bíður upp á 4 stór klifur og endar á fjallstindi. Næst síðasta klifrið, upp Mur de Péguere bíður meðal annars upp á rúma 3 km á bilinu 16-18% áður en farið er í lokaklifrið sem er 11,8 km langt.

Stage 18, 19 og 20: 24-26.júlí

Síðasta vikan lítur mjög skemmtilega út. Tvær flatar dagleiðir taka við eftir hvíldardaginn sem gefur keppendum í heildarkeppninni mögulega tækifæri til að safna orku eftir erfiða daga í Pýreneafjöllunum og vera klárir fyrir þrjár erfiðar dagleiðir í Ölpunum. Spurningin er hvort við sjáum spennu þessa þrjá daga, eða hvort sterkt lið eins og Ineos með Geraint Thomas og Egan Bernal í fararbroddi verði með forystu og geti varið forskotið í fjöllunum. Þetta verða síðustu tækifæri til árása, en bæði dagleið 19 og 20 enda á fjallstindi. Síðasta klifrið á dagleið 20 er 33 km langt í 5,5% halla en lokaklifrið á dagleið 19 verða 7,4 km í 7%.

Hverjir eru líklegir ?

Samkvæmt veðbönkum verður það annað hvort Thomas Geraint eða Egan Bernal hjá Ineos sem klæðast Gulu Treyjunni þegar komið verður til Parísar. Sem betur fer vita veðbankarnir ekki allt en fæstir þeirra áttu von á sigri Richard Carapaz í Giro d‘Italia sem fór fram í maí en Primoz Roglic, Tom Dumoulin, Nibali og Simon Yates voru allir ofar en Carapaz samkvæmt veðbönkum. Þessir fimm hér eru þeir sem flestir veðbankar telja líklega til að sigra keppnina.

Thomas Geraint og Egan Bernal – Ineos hafa gefið það út að Geraint og Bernal verði báðir leiðtogar í  Túrnum þetta árið. Ljóst er að þetta tvíeyki verður feiknasterkt sé tekið tillit til brautarinnar. Ineos er með sterkt lið í liðstímatökuna og Thomas Geraint er frábær í einstaklingstímatökunni, sigraði hana meðal annars á dagleið 1 í Túrnum 2017.

Það hefur þó farið lítið fyrir Geraint á þessu tímabili, hann var þriðji í Tour de Romandie og svo þurfti hann að draga sig úr keppni í Tour de Suisse en Ineos kunna það að koma hjólurum í grand túra í sínu besta formi. Ef Geraint Thomas mætir í sínu besta formi, þá er hann líklegastur til sigurs en það er ekki ljóst um þessar mundir.  Ungstirnið Egan Bernal gæti því fengið að skína í keppninni. Hann átti að leiða Ineos til sigurs í Giroinu en meiddist skömmu fyrir keppnina. Hann sigraði svo Tour de Suisse á dögunum en hafði einnig sigrað Paris Nice fyrr á árinu. Tvíeykið er einnig með sterka hjólara sér til stuðnings þ.m.t. Wout Poels, Gianni Moscon og Michal Kwiatkowski.

Jakob Fuglsang – Daninn hefur átt frábært tímabil og því eðlilegt að hann sé á lista yfir líklega sigurvegara. Jakob sýndi frábæra frammistöðu í vor, var á palli í Strade Bianche, Amstel Gold Race og La Fleche Wallone og sigraði svo Liege Bastogne Liege.

fuglsang

Hann var ekki síðri í styttri túrunum, þriðji í Tirreno Adriatico og sigraði svo Criterum Douphine. Spurningin er þó hvort Jakob geti fært formið inn í þriggja vikna Grand Túr, en hann hefur einungis einu sinni skipað sér í topp 10 í grand  túr. Líkt og sást hjá Primoz Roglic í Giroinu er ekki sjálfgefið að menn yfirfæri frábært undirbúnings form í þriggja vikna túr. Astana liðið er einnig skipað sterkum hjólurum, og þá sérstaklega í fjöllunum. Þar mun Jakob njóta stuðnings Luis Leon Sanchez, Gorka Izagirre og Omar Fraile.

Nairo Quintana – Segja mætti að Nairo hafi átt tímabil vonbrigða síðustu tvö ár. Hann reyndi við Giro-Tour tvennuna árið 2017 og hafnaði í öðru sæti í Giroinu eftir erfitt einvígi við Tom Dumoulin. Síðan þá hefur minna farið fyrir honum. Movistar átti misheppnaðan túr á síðasta ári, reyndu að tefla fram þrem leiðtogum (Quintana-Landa-Valverde) en enginn þeirra sýndi sitt rétta andlit.

11movistar

Engu að síður væri bjánalegt að afskrifa Quintana, hann hefur sigrað Giroið, og Vuelta og þrisvar verið á palli í Tournum og hann er ekki orðinn þrítugur. Movistar voru frábærir í Giroinu þegar Landa og Carapaz sýndu gríðarlegan styrk. Getur Movistar komið með svipaða töfra inn í Túrinn ?

Adam Yates – Formið á Simon Yates var líklega stærstu vonbrigðin í Giroinu sem fór fram í maí. Fyrrum Vuelta Sigurvegarinn náði aldrei að sýna sitt rétta andlit og engar árásir í takt við þær sem hann bauð upp á í Giroinu 2018. Nú er komið að bróður hans að leiða liðið í Túrnum en Simon verður honum til aðstoðar. Adam var annar í Tirreno-Adriatico og Katalóníu túrnum í vor en það eru viku langar keppnir.

Hverjir aðrir

Þessir fimm að framan eru hæst skrifaðir í veðbönkum en langt í frá þeir einu sem eiga möguleika. Ef Geraint Thomas er frá sínu besta formi gæti keppnin orðið spennandi í ljósi þess að Dumoulin og Froome eru ekki til staðar, þá gætu margir gert atlögu að sigrinum og erfitt að verjast öllum árásum. Það verður pressa á heimamönnunum Bardet (AG2R) og Pinot (Groupama-FDJ) að standa sig en svo eru einnig reynslumiklir keppendur sem minna hefur farið fyrir, t.d. Richie Porte (Trek), Steven Kruijswijk (Jumbo Visma) og Rigoberto Uran (EF). Einnig gæti verið verðugt að fylgjast Enric Mas (Deceunick Quick Step) sem var óvænt annar í síðasta Vuelta.

Spá hjólafrétta

Gula treyjan – Sigurinn fer til Ineos. Sterkasta alhliða liðið og munu komast vel frá liðstímatökunni. Spáum að það verði Egan Bernal sem vinni.

Græna treyjan – Það væri auðvelt að segja Sagan, en setjum í eina óvænta spá. Vonum að Wout Van Aert þurfi ekki að vera að hjálpa Kruijswijk og fái að berjast um grænu.

Doppótta treyjan –  Erfitt að horfa framhjá Alaphilippe. Hann mun taka fjöllin.

Hvíta treyjan – Egan Bernal.

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar