Hvað keppnir eru framundan í Júlí ?
Þó mörg af götuhjólamótunum hafi klárast í maí og júní þá er enn nóg framundan í hjólreiðum á næstu vikum. Hér er smá samantekt á þeim mótum sem eru framundan á næstu vikum.
17. júlí – Tímataka – Stefnt er að því að 4. Bikarmót í Tímatöku verði haldið þann 17. Júlí af Bjarti. Við höfum ekki fengið upplýsingar um bikarmótið þegar þetta er skrifað og óljóst hvort mótið verði haldið að svo stöddu.
20. Júlí – Maraþonfjallahjólreiðar – Vesturgatan verður haldin á Þingeyri þann 20. Júlí. Mótið er jafnframt Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum en hjólaðir verða 55 km.
21. Júlí – Fjallahjólreiðar – Vestri heldur Íslandsmót í fjallahjólreiðum á Ísafirði sunnudaginn 21. Júlí. Mótið verður haldið í fjallahjólabraut (XC) Ísafjarðar sem er staðsett á hjóla og skíðagöngusvæðinu á Seljalandsdal.
24 – 28. Júlí – Hjólreiðahátíð Greifans – Hin frábæra hjólreiðahelgi Greifans verður haldin daga 24. – 28. Júlí en á henni má finna fjöldan af fjölbreyttum viðburðum, þ.m.t Íslandsmót í fjallabruni, Bikarmót í Götuhjólreiðum, Criterium keppni, Tímatöku og margt fleira. (sjá nánar hér). Stærsti viðburðurinn er að öllum líkindum gangamót Greifans, en þar er hjólað frá Siglufirði til Akureyrar þar sem endað er í Hlíðarfjalli.
27.Júlí – Malarkeppni – The Rift – Nýjasta viðbótin í keppnisflóruna er The Rift, malarhjólreiðakeppni þar sem hjóluð er 200 km leið frá Hvolsvelli umhverfis Heklu í mögnuðu umhverfi. (sjá nánar) Meðal keppenda eru heimsklassa erlendir keppendur, m.a. Ted King fyrrum sigurvegari Dirty Kanza.
Dagskráin er þannig nokkuð þétt í Júlí en til viðbótar eru nokkur mót sem bíða okkar í ágúst. Þar ber helst að nefna eitt stærsta götuhjólamót sumarsins, Kia Gullhringinn sem haldinn verður 31. ágúst en einnig eru Glacier 360, Fellahringurinn og Tour de Ormurinn á keppnisskránni í ágúst.
Forsíðumynd/Arnold Björnsson