Hvað keppnir eru framundan í Júlí ?

Þó mörg af götuhjólamótunum hafi klárast í maí og júní þá er enn nóg framundan í hjólreiðum á næstu vikum. Hér er smá samantekt á þeim mótum sem eru framundan á næstu vikum.

17. júlí – Tímataka – Stefnt er að því að 4. Bikarmót í Tímatöku verði haldið þann 17. Júlí af Bjarti. Við höfum ekki fengið upplýsingar um bikarmótið þegar þetta er skrifað og óljóst hvort mótið verði haldið að svo stöddu.

Áætlað er að fjórða bikarmót sumarsins í TT fari fram 17. júlí.

20. Júlí – Maraþonfjallahjólreiðar – Vesturgatan verður haldin á Þingeyri þann 20. Júlí. Mótið er jafnframt Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum en hjólaðir verða 55 km.

21. Júlí – Fjallahjólreiðar – Vestri heldur Íslandsmót í fjallahjólreiðum á Ísafirði sunnudaginn 21. Júlí. Mótið verður haldið í fjallahjólabraut (XC) Ísafjarðar sem er staðsett á hjóla og skíðagöngusvæðinu á Seljalandsdal.

Ingvar Ómarsson, sigurvegari Vesturgötunnar 2018, en hann hefur landað sigri í fimm skipti í keppninni. Ljósmynd/Sigurjón Ernir Sturluson

24 – 28. Júlí – Hjólreiðahátíð Greifans – Hin frábæra hjólreiðahelgi Greifans verður haldin daga 24. – 28. Júlí en á henni má finna fjöldan af fjölbreyttum viðburðum, þ.m.t Íslandsmót í fjallabruni, Bikarmót í Götuhjólreiðum, Criterium keppni, Tímatöku og margt fleira. (sjá nánar hér). Stærsti viðburðurinn er að öllum líkindum gangamót Greifans, en þar er hjólað frá Siglufirði til Akureyrar þar sem endað er í Hlíðarfjalli.

27.Júlí – Malarkeppni – The Rift – Nýjasta viðbótin í keppnisflóruna er The Rift, malarhjólreiðakeppni þar sem hjóluð er 200 km leið frá Hvolsvelli umhverfis Heklu í mögnuðu umhverfi. (sjá nánar) Meðal keppenda eru heimsklassa erlendir keppendur, m.a. Ted King fyrrum sigurvegari Dirty Kanza.

Gullhringurinn verður haldinn í ágúst, en hann hefur fest sig í sessi sem ein af stærstu götuhjólakeppnum ársins. Ljósmynd/Hari

Dagskráin er þannig nokkuð þétt í Júlí en til viðbótar eru nokkur mót sem bíða okkar í ágúst. Þar ber helst að nefna eitt stærsta götuhjólamót sumarsins, Kia Gullhringinn sem haldinn verður 31. ágúst en einnig eru Glacier 360, Fellahringurinn og Tour de Ormurinn á keppnisskránni í ágúst.

Forsíðumynd/Arnold Björnsson

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar