Magnaður þriggja liða endasprettur

Fjallabræður, Advania og Cyren tókust á í svakalegum lokaspretti eftir tæplega 39 klst keppni í WOW cyclothon núna rétt í þessu. Advania hafði áður verið í fremsta hóp, en á Austurlandi verið droppað. Þeir hjóluðu svo einir Suðurlandið og við síðasta tímatökusvæðið (þegar um 30 min eru eftir) var aðeins 1 mín og 9 sek á milli Advania annars vegar og Fjallabræðra, Cyren og Tinds hins vegar.

Fjallabræður og Cyren keyrðu svo af öllu afli yfir Krýsuvíkurleiðina og niður í Hafnarfjörð og náðu Advania á leiðinni. Tindur hins vegar dróst úr lestinni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði endaði keppnin hjá liðunum þremur í mögnuðum endaspretti.

Að lokum höfðu Fjallabræður betur, komu sjónarmun á undan í mark, en næst var Advania og þar á eftir Cyren. Tindur komu svo í mark rúmlega mínútu síðar.

Fjallabræður náðu með þessu öðru sæti í karlaflokki, en Advania er fyrst í flokki fyrirtækjaliða. Áður hafði Airport direct komið fyrst liða í 10 manna keppni í mark, en það lið var að fullu skipað körlum. World class kom svo í mark fyrst blandaðra liða.

Posted by Fjallabræður WOW 2019 on Föstudagur, 28. júní 2019

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar