Airport direct koma fyrstir í mark í 10 manna flokki

Lið Airport direct kom fyrst í mark í 10 manna flokki núna á níunda tímanum í morgun, um þremur mínútum á undan liði World class sem hafði verið samferða þeim allan hringinn. Keppnin endaði þó ekki með endaspretti á milli núverandi og fyrrverandi Íslandsmeistara, heldur safnaði World class liðið sínum mannskap saman fyrir lokaskiptinguna og fóru þau saman í mark, án þess að gera atlögu að því að vera á undan Airport direct.

Airport direct kom reyndar að mestu leyti saman líka í mark, en þó sprengdu tveir á leiðinni niður Krýsuvík. Voru þeir á tímanum 37:17:59 og voru því um 2,5 klst frá meti Sensa frá í fyrra.

Samkvæmt skráningu á tímataka.net er World class með skráðan tímann 37:18:00, aðeins sekúndu á eftir Airport direct, en enginn liðsmanna World class var þó að fara í gegnum markið á þeim tíma. World class er fyrsta liðið í ár í flokki blandaðra liða, en þá eru 5 konur og 5 karlar í hverju liði.

Posted by Síminn Cyclothon on Föstudagur, 28. júní 2019

Thomas Skov Jenssen, einn liðsmanna Airport direct, var spurður út í lokakaflann og baráttuna við World class eftir að liðið kom í mark. Sagði hann að engin árás hefði átt sér stað, heldur hefði World class slegið af og þeir haldið áfram í lokin.

Meiri spenna er um næstu sæti, en liðsmenn Advania hafa hjólað einir frá því á Austurlandi. Aðeins voru nokkrar mínútur milli Advania og næstu fjögurra liða sem komu þar á eftir við Þorlákshöfn og er erfitt að sjá á korti keppninnar hvort þau hafi náð Advania eða ekki. Styttist í að þau beygi inn á Krýsuvíkurveginn og þá er innan við klukkutími í að menn komi í mark.

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar