Eiga 10 manna liðin möguleika á að slá metið?

Núverandi met í flokki 10 manna liða er 34:54:30 og var sett í fyrra af liði Sensa, en það er tæplega 39 km/klst meðalhraði hringinn. Miðað við stöðuna í WOW cyclothon í ár, eiga 10 manna liðin sem eru fremst, World class og Airport direct, möguleika á að slá það met?

Liðin fóru nýlega um Skriðurnar norðan við Höfn í Hornarfirði, en þá er um 800 km búnir af keppninni og um 555 km eftir. Þá voru um 21 klst frá ræsingu og meðalhraðinn í kringum 38,1 km/klst. Þar af er búið að fara yfir allar heiðarnar, en einnig með hressilegan meðvind í bakið. Hins vegar ættu liðin að fá mótvind eftir Höfn og jafnvel stærstan hluta af Suðurströndinni að Krýsuvíkurveg ef veðurspáin breytist ekki (mögulega verður hluti eftir Vík með hliðarvind).

Til að ná metinu þarf sigurliðið að halda um 40 km/klst meðalhraða allt Suðurlandið, en það myndi skila mjög svipuðum tíma og þegar metið var sett í fyrra. Fari þeir á svipuðum meðalhraða og hingað til koma liðin í mark á um 35,5 klst. Þetta ætti að þýða að fyrstu lið gætu farið að koma í mark í 10 manna keppninni á milli 5:30 og 7:30 á morgun, eftir því hvaða meðalhraða þau halda.

Rétt er að nefna að í fyrra var sigurliðið samferða tveimur öðrum liðum stærstan hluta hringsins sem hjálpar mikið til við að spara orku, enda þá fleiri til að vinna fremst og draga vagninn.

Ljósmynd: Fremsti hópur við Goðafoss í nótt. Ljósmyndari/Rögnvaldur Már Helgason

Previous Article
Next Article

One Reply to “Eiga 10 manna liðin möguleika á að slá metið?”

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar