Staðan í WOWinu á fyrsta kvöldi
Fyrsti hluti Cyclothonsins hjá A og B flokki er nú að baki og liðin komin af stað, búin með fyrsta legg, Kjósarskarðið og Hvalfjörðinn. Fyrst var A flokkur fjögurra manna liða ræstur, en eins og búist var við eru lið Decode komin með forystu.
Í B flokki tíu manna liða fóru liðin í lögreglufylgd þar til komið var inn á Þingvallaveg þegar hraðanum var sleppt lausum. Sá hópur virðist að mestu hafa haldist saman í gegnum þokuna í Kjósarskarði, en um 7 lið voru saman í Hvalfirðinum þegar komið var í Kjósarklifrin. Í þeim hópi mátti meðal annars finna Airport Direct, World Class, Samvör, Bjart og Advania. Stutt fyrir aftan voru Fjallabræður sem síðar náðu fremsta hóp.
Á leiðinni í gegnum Hvalfjörð og í gegnum Borgarnes týndist aðeins úr fremsta hóp og var hann nú rétt í þessu kominn niður í fjögur lið. Þetta voru Airport direct, World class, Fjallabræður og Advania. Voru liðin að koma að Baulu og því Norðurárdalurinn og Holtavörðuheiðin framundan.
Í öðrum hópi skammt á eftir eru svo lið Tinds, Samhentra, Cyren og Securitas, samkvæmt brakandi ferskur fréttum frá Tindsliðum.