WOW Cyclothon farið af stað

Nú eru fyrstu keppendur í WOW Cyclothoninu farnir af stað. Ræst hefur verið í einstaklingskeppninni þar sem þrír keppendur taka þátt þetta árið en einnig er Hjólakraftur farinn af stað. Á morgun verður hinsvegar ræst í A og B flokki, en í A flokki eru fjögurra hjólara lið og í B flokki eru tíu hjólara lið.

wowcyclothon_fremstumenn_sudurland

Meðal keppenda í einstaklingskeppni er Eiríkur Ingi Jóhannsson sem sigrað hefur keppnina tvisvar áður. Einnig eru skráð til leiks Chris Burkard og Terri Huebler. Hægt er að fylgjast með stöðu keppenda á kortinu hér (https://www.siminn.is/lendingarsidur/wowcyclothon)

Níu lið eru skráð til leiks í A flokki og þar af einungis tvö innlend lið en þau koma bæði frá Decode. B flokkurinn er hinsvegar fjölmennari en þar eru á fimmta tug liða skráð til leiks. Fyrsti hluti leiðarinnar verður frá Egilshöll í átt að Þingvöllum þar til beygt er inn á Kjósarskarðsveg þar sem fyrsta skiptisvæði er að finna. Eftir það fer leiðin gegnum Hvalfjörðin þar til inn á hringveginn er komið.

Þokkalegasta veðurspá er fyrir næstu daga þó blautt geti verið á Vesturlandinu. Gott veður tekur hinsvegar á móti keppendum á Norðausturlandi og Austurlandi en útlit er fyrir töluverða rigningu síðari nóttina á Suðurlandi.

Hjólafréttir munu vera á vaktinni næstu daga og fylgjast með framvindu keppninnar.

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar