Fréttir

Menningarlegur hjólatúr um Suðurströndina í kvöld

Í dag klukkan 18:00 verður í annað skiptið boðið upp á samstarfsverkefni Hjólafærni, Listasafns Reykjavíkur og Landssamtaka hjólreiðamanna, en þar gefst fólki kostur á að fara um hluta borgarinnar í leiðsögn og skoða listaverk.

Viðfangsefni hjólatúrsins í dag er Suðurströnd Reykjavíkur, en stoppað verður við verk og staði og sagt frá því sem fyrir augu ber. Í byrjun maí var farið í svipaða ferð, en þá var farið um Norðurströndina.

Hjólatúrinn hefst klukkan 18:00 og farið er frá Kjarvalsstöðum. Mun honum ljúka við Stúdentakjallarann.

Finna má viðburðinn á Facebook hér.

0 comments on “Menningarlegur hjólatúr um Suðurströndina í kvöld

Skildu eftir svar

%d bloggers like this: