Tólf Íslendingar í 320 og 560 kílómetra brjálæði í Kansas

Í þeim töluðu orðum þegar þetta er hripað niður voru allavega tíu Íslendingar að hefja 200 mílna ferðalag sitt um sveitir Kansas, í nágrenni Emporia,  en það er um 321 km. Taka þau þátt í Dirty Kansa keppninni, en það er líklega þekktasta og ein stærsta malarhjólreiðakeppni í heimi þar sem nokkur þúsund manns keppa árlega. Til viðbótar lögðu tveir Íslendingar af stað um miðjan dag í gær í 350 mílna vegalengd sömu keppni, en það eru um 560 km.

Fimm af þessum tólf sem taka þátt eru starfsmenn íslenska hjólafyrirtækisins Lauf cycling, sem einmitt hannar og framleiðir malarhjól. Það eru þau Bergur Benediktsson, Guðberg Björnsson, Benedikt Skúlason, Halla Jónsdóttir og Bjarni Lúðvíksson. Þar af eru það Bergur og Guðberg sem ákváðu að taka þá kolrugluðu ákvörðun að fara í Dirty Kansa XL sem er 560 km leiðin.

Bergur og Guðberg á leið í 560 km vegalengdina!

Til viðbótar eru svo nokkrir af betri hjólurum landsins, þeir Ingvar Ómarsson, núverandi Íslandsmeistari í götuhjólreiðum og fjallahjólreiðum, Hafsteinn Ægir Geirsson, sem lengi hefur verið meðal fremstu götu- og fjallahjólurum landsins og er á bak við Hjólaþjálfun með Maríu Ögn og svo að lokum Sigurður Stefánsson, sem er einn af þeim sem mynda Airport direct hópinn.

Þá taka Jóhann Friðriksson og Mörður Finnbogason einnig þátt, auk tveggja annarra Íslendinga.

Dirty Kanza

We got a muffin in our pocket what the f is going on?!We've arrived in Emporia for the sweet and sour Dirty Kanza gravel race. The biggest muffins are carried by Ingvar Omarsson – cyclist and Hafsteinn Ægir Geirsson. They checked out the vast gravel of Kansas today. Yeehhaw!!Dirty Kanza The World's Premier Gravel Race

Posted by Lauf Cycling on Föstudagur, 31. maí 2019

Það sem gerir þessa keppni erfiðari en margar aðrar þrekraunir er að um er að ræða „self supported“ keppni, þ.e. keppendur þurfa sjálfir að hafa allan búnað og vistir á hjólinu. Þar með talið viðgerðasett og slöngur, næringu og vatn. Hins vegar er á tveimur stöðum hægt að fylla á vatn á leiðinni. Guðberg upplýsti meðal annars að hann væri með 5,6kg af búnaði og 6,8 kg af næringu og vökva með sér.

Talsverð tengsl eru á milli Lauf og Dirty Kansa, en Lauf-verjar hafa undanfarin ár verið duglegir að kíkja á þessa stóru malahátíð sem Dirty Kansa er, enda prýðisvettvangur til að kynna og sýna þær vörur sem fyrirtækið hefur hannað og framleitt. Fyrst var um að ræða Lauf gaffalinn, en það er nýstárleg hönnun á hjólagaffli sem þeir Benedikt og Guðberg komu með. Byggir hann á glertrefjafjöðrun í stað hefðbundinna telskópískra dempara. Fyrir tveimur árum var svo skrefið tekið til fulls og Lauf True Grit hjólið leit dagsins ljós. Er það hugmynd Lauf að fullkomnu malarhjóli sem byggir á Lauf dempurunum.

True Grit hjól Lauf er í aðalhlutverki hjá íslenska hópnum.

Í ár var svo kynnt nýtt hjól, Lauf Anywhere, en þá var dempara gaffallinn horfinn, en komið nýtt glertrefjastýri sem tekur víbring og annað minniháttar hnjask. Er það hjól still inn á þá sem vilja meiri blöndu af malarhjóli og götuhjóli, t.d. þar sem bæði eru malar- og malbiksvegir.

LAUF – All Things Gravel Expo

Come visit our booth at the All Things Gravel Expo, Dirty Kanza The World's Premier Gravel Race. We offer free LAUF tattoos, free neon colored t-shirts, the world´s most aero-dynamic bottle opener and free hugs!

Posted by Lauf Cycling on Föstudagur, 31. maí 2019

Þá má ekki gleyma því að Jim Cummings, annar stofnanda Dirty Kansa og umsjónarmaður mótsins í mörg ár, er mikill Íslandsvinur eftir að hafa kynnst þeim Lauf-verjum. Hefur hann meðal annars komið hingað til lands og hjólað um Fjallabak og er einn þeirra sem er skráður í 200 km malarhjólreiðakeppni Lauf í júlí – The Rift.

Ísland er fimm tímum á undan Kansas og byrjuði 200 mílna flokkurinn klukkan 6 í morgun að staðartíma (11 að íslenskum). Þeir Bergur og Guðberg (sem eru í 350 mílum) byrjuðu hins vegar kl 15 í gærdag (20 að íslenskum tíma). Gera má ráð fyrir að þeir verði fram á kvöld í dag að klára og að fyrstu Íslendingarnir í 200 mílna hópurinn verði í um 10 klst. Þau gætu því verið að koma í mark frá kl 9 í kvöld og fram yfir miðnætti.

Þegar þetta er skrifað er Bergur búinn að fara 176 km, en hægt er að fylgjast með keppendum í XL flokki hér. Bergur er #9005 og Guðberg 9008

Hér má sjá þá félaga eftir 70 mílur einhvern tímann í nótt.

The badass-brothers Guðberg and Bergur riding into the sunset a few hours ago at mile 70 out of 350 in the DKXL. They'll be riding all night and expect to reach the finish line tomorrow evening. Wish 'em good luck! Dirty Kanza The World's Premier Gravel Race

Posted by Lauf Cycling on Föstudagur, 31. maí 2019

Uppfært: Það eru víst fleiri Íslendingar sem taka þátt en upphaflega kom fram. Fyrirsögn og texta breytt samkvæmt því.

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar