Reykjanes spring classics klárast með Cervelo TT – staðan eftir fyrstu tvo bikarana

Í gær fór fram annað bikarmót ársins í tímatöku, Cervelo TT, en mótið fór fram á vestan við Grindavík, frá golfvellinum 10 km leið að afleggjaranum að Reykjanesvita og til baka. Snúið var við á keilu. Rúnar Örn Ágústsson sigraði í Elite-flokki karla og Ágústa Edda Björnsdóttir í Elite kvenna.

Mótið markar lok vorkeppna á Reykjanesi (spurning hvort Reykjanesmótin fá ekki stimpilinn spring classics?), ef frá er talið Bláa lóns þrautin sem er eftir rúmlega viku. Ef frá er talinn örlítill vindur þá var veður með besta móti og það er ekki ofsögum sagt að skoðun hjólreiðafólks á Reykjanesveðrinu hlýtur að hafa batnað heilan helling það sem af er þessu ári, enda hafa nesin ekki sýnt annað en sparihliðarnar allt vorið.

Ræst var rétt eftir afleggjarann að golfvellinum og var byrjað að fara upp stutta brekku. Þaðan er um að ræða rúllandi brekkur í 10 km áður en snúið er við. Meðvindur var út eftir, en mótvindur á bakaleiðinni, þótt hann væri í raun að hluta hliðarvindur.

Í Elite flokki karla átti Rúnar Örn, núverandi Íslandsmeistari, harma að hefna frá síðasta móti á Vatnsleysuströnd þar sem Hákon Hrafn Sigurðarson hafði betur. Rúnar var hins vegar mættur 110% í þetta skiptið og greinilega búinn að finna sig á glænýju S-works hjóli frá Kríu. Kom hann í mark 55 sekúndum á undan Hákoni sem var í öðru sæti. Stefán Karl Sævarsson var þriðji, 1:17 á eftir fyrsta manni og Kristinn Jónsson var fjórði 1:31 á eftir Rúnari. Eyjólfur Guðgeirsson, sem var í þriðja sæti í síðustu keppni var í fimmta sæti í gær.

Rúnar Örn Ágústsson átti góðan dag og endaði efstur í Elite-karla. Ljósmynd/Benedikt Magnússon

Í Elite flokki kvenna var Ágústa Edda Björnsdóttir fyrst en Rannveig Anna Guicharnaud kom önnur, 1:08 á eftir Ágústu. Var það sama röð og í Voga-mótinu fyrr í mánuðinum og er Ágústa því í góðri stöðu með 100 stig á móti 80 stigum Rannveigar eftir mótin tvö.

Hér fyrir neðan má sjá heildarstöðuna í elite flokkum karla og kvenna eftir mótin tvö. Hafa ber í huga að samkvæmt bikarreglum HRÍ gilda þrjú bestu mót hvers keppenda og er keppnin því enn galopin og kemur staðan ekki almennilega í ljós fyrr en eftir þriðju keppni. Smá hlé er í TT-keppnum núna, en næsta keppni verður Íslandsmótið 30. júní, sem jafnframt er þriðja bikarmótið. Fjórða bikarmótið er svo Cube prolouge 17. júlí.

Staðan í Elite-flokki karla eftir fyrst tvö bikarmótin (ath að 1 og 2 sætið eru jöfn sem og 3 og 4 sætið).

SætiNafnStig
1Hákon Hrafn Sigurðsson90
2Rúnar Örn Ágústsson90
3Eyjólfur Guðgeirsson54
4Stefán Karl Sævarsson54
5Kristinn Jónsson52
6Stefán Orri Ragnarsson40
7Brynjar Örn Borgþórsson34
8Pétur Árnason28
9Hilmar Ævar Hilmarsson23
10Geir Ómarsson18
11Ólafur Þór Magnússon14
12Tomasz Trojanowski12
13Ármann Gylfason10
14Hörður Ragnarsson10
15Jón Gunnar Kristinsson9
16Jón Hafsteinn Guðmundsson8
17Egill Gylfason8
18Arnar Helgi Lárusson7

Staðan í Elite-flokki kvenna eftir fyrst tvö bikarmótin:

SætiNafnStig
1Ágústa Edda Björnsdóttir100
2Rannveig Anna Guicharnaud80
3Margrét Pálsdóttir32
4Bríet Kristý Gunnarsdóttir26
5Margrét Valdimarsdóttir22
6Kristín Vala Matthíasdóttir20
7Telma Matthíasdóttir18
8Arna Sigríður Albertsdóttir16

Sjá má heildarúrslit mótsins á timatoku.net hér.

Ljósmyndir/Benedikt Magnússon

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar