Staðan eftir tvö bikarmót og úrslitin á Suðurstrandarvegi

Um síðustu helgi fór fram annað bikarmót ársins í götuhjólreiðum, Suðurstrandarmótið, og núna á föstudaginn fer fram þriðja bikarmótið, Tindur Classic í Hvalfirði. Það þýðir að þá verður þremur af fjórum bikarmótum ársins lokið. En hvernig standa leikar fyrir þriðju keppnina? Við skulum aðeins kíkja á það, allavega fyrir Elite-flokkana.

Fyrst skulum við þó rifja upp síðasta mót, en vegna tímaleysis náðist ekki að henda inn samantekt um það strax að móti loknu.

Samskipamótið í götuhjólreiðum fór fram 25. maí á Suðurstrandavegi og var þátttaka í keppninni með besta móti. Alls höfðu 128 skráð sig í bikarmót, þar af 50 í Elite flokkum en einnig höfðu um 70 í skráð sig í almenningsmót. Aðstæður voru einnig góðar, þurrt var í veðri og mótvindur á fyrri hluta leiðarinnar sem lá frá Grindavík til Þorlákshafnar. Elite flokkur karla hjólaði 141 km, frá Grindavík til Þorlákshafnar og til baka með viðkomu inn á Krýsuvíkurveg framhjá Kleifarvatni. Elite kvenna og masters karla hjólaði 113 km frá Grindavík til Þorlákshafnar og masters kvenna hjólaði 76 km leið.

Í Elite karla var þetta dagur Airport direct liðsins. Voru þrír þeirra í efstu fimm sætunum, þar af Birkir Snær Ingvason í fyrsta sæti og Óskar Ómarsson í öðru sæti. Hópurinn tvístraðist þegar ekki var liðið langt á keppnina og var níu manna hópur fremstur. Reyndar náðu hjólarar fyrir aftan hópnum en misstu fljótlega aftur af lestinni. Við Festarfjall á leiðinni til baka er fremsti hópur kominn í átta manns og eftir nokkrar árásir fram að brekkunni fór Birkir af stað í solo breik og kláraði það upp og niður í endamark, 42 sek á undan næstu mönnum. Fimm manna hópur átti svo endasprett þar sem Kristófer Gunnlaugsson tók lead-out fyrir Óskar í slag við Eyjólf Guðgeirsson, Hafstein Ægi Geirsson og Stefán Orra Ragnarsson. Endaði sem fyrr segir Óskar í öðru sæti, Eyjólfur í þriðja, Hafsteinn í fjórða, Kristófer í fimmta og Stefán í sjötta.

Í Elite kvenna og mastersflokki karla fór keppnin hratt af stað þar sem hópurinn slitnaði strax á Festarfjalli. Það breik lifði þó ekki lengi og við Krýsuvíkurafleggjara hafði stór hópur myndast sem hjólaði saman í átt að Þorlákshöfn. Á leiðinni til baka byrjuðu árásir að slíta hópinn á ný og þegar Festarfjall fór að nálgast voru um 12-15 hjólarar eftir í fremsta hóp. Töluverður hamagangur ríktu upp fjallið en að lokum var það Sæþór Ólafsson úr Breiðabliki sem kom fyrstur í mark og Guðlaugur Egilsson úr Bjarti þar næstur. Karen Axelsdóttir úr Tindi kom þriðja en hún er jafnframt sigurvegari í Elite flokki kvenna en næst á eftir henni var Ágústa Edda Björnsdóttir úr Tindi.

Þegar skoðuð eru stig í Elite flokkunum eftir þessi fyrstu mót kemur í ljós að það er talsverð spenna meðal hinna efstu. Enn er allt opið, en hafa þarf í huga að sumir sem eru ofarlega hafa aðeins tekið þátt í einu móti. Bikarreglurnar gera ráð fyrir því að bestu þrjú mót keppenda gildi og því gæti ein keppni sem viðkomandi hefur sleppt hingað til ekki komið að sök ef mætt er í næstu tvær keppnir. Þannig sigraði Ingvar Ómarsson fyrstu keppnina en var ekki með í Suðurstrandarveginum. Sama á við um Björk Kristjánsdóttir sem einnig sigraði Reykjanesmótið en tók ekki þátt í seinni keppninni. Heildarstöðuna í Elite flokkunum tveimur má sjá hér að neðan.

ELITE flokkur karla – staða eftir tvö mót (Reykjanes- og Suðurstrandarmótið):

SætiNafnStig
1Óskar Ómarsson80
2Birkir Snær Ingvason76
3Eyjólfur Guðgeirsson64
4Ingvar Ómarsson50
5Hafsteinn Ægir Geirsson46
6Bjarni Garðar Nicolaisson36
7Stefán Orri Ragnarsson36
8Kristófer Gunnlaugsson36
9Sigurður Stefánsson30
10Kristinn Jónsson28
11Rúnar Örn Ágústsson23
12Guðmundur Sveinsson20
13Páll Elísson10
14Steinar Þorbjörnsson9
15Kristjan Jakobsson9
16Fannar Gíslason8
17Eyþór Eiríksson8
18Birkir Jóhannsson7
19Ármann Gylfason6
20Agnar Örn Sigurðarson5
21Dennis van Eijk5
22Magni R. Sigurðsson3
23Aðalbjörn Þórólfsson3
24Gunnar Þór Jónsson2
25Hörður Ragnarsson2
26Steinar Thors2
27Arnar Gauti Reynisson1
28Pétur Árnason1
29Hrafnkell Már Stefánsson1
30Páll Ólafsson1
31Ólafur Þór Magnússon1
32Benedikt Sigurleifsson1
33Björn Arnar Hauksson1
34Stefán Karl Sævarsson1
35Hörður Ragnarsson1
36Gunnar Stefánsson1
37Jón Arnar Óskarsson1
38Aðalbjörn Þórólfsson1
39Jón Skaftason1
40Stefán Helgi Garðarsson1
41Baldur Helgi Þorkelsson1
42Jón Gunnar Kristinsson1

ELITE flokkur kvenna – staða eftir tvö mót (Reykjanes- og Suðurstrandarmótið):

SætiNafnStig
1Karen Axelsdóttir82
2Ágústa Edda Björnsdóttir80
3Björk Kristjánsdóttir50
4Hafdís Sigurðardóttir44
5Bríet Kristý Gunnarsdóttir32
6Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir26
7Bríet Rún Águstsdóttir25
8Hrefna Sigurbjörg Jóhannsdóttir24
9Kristrún Lilja Júlíusdóttir22
10Hrönn Ólína Jörundsdóttir22
11Sigurlaug Helgadóttir20
12Margrét Pálsdóttir20
13Kristrún Lilja Júlíusdóttir18
14Silja Rúnarsdóttir16
15Freydís Heba Konráðsdóttir14
16Anna Kristín Pétursdóttir12
17Sigrún Guðmundsdóttir8
18Sigrún Rósa Hrólfsdóttir7

Framundan er svo sem fyrr segir þriðja bikarmótið, Tindur classic, en það er haldið í Hvalfirði núna á föstudagskvöldið.

Forsíðuljósmynd: Airport direct liðið eftir góða frammistöðu á Suðurstrandarveginum síðustu helgi. Ljósmynd/ Finnur Þór Erlingsson

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar