Ekkert Tour of Reykjavík í ár

Ekkert verður af því að götuhjólakeppnin Tour of Reykjavík verði haldin í ár og er ástæðan sú að ekki tókst að tryggja fjármögnun.
Erfiðlega hefur gengi að fjármagna keppnina auk þess sem helsti styrktaraðili keppninnar síðustu tvö ár, WOW air, fór í þrot fyrr á árinu.

Tour of Reykjavík var fyrst haldið árið 2016 og var tveggja daga keppni þar sem fyrri daginn var farið Mosfellsheiðina, á Þingvelli og Nesjavelli til baka (fyrsta árið var farið öfugan hring). Síðari daginn var svo hjólað um Reykjavík.

Fyrsta árið gætti óánægju meðal einhverra íbúa vegna keppninnar, en þá var hjólað frá Laugardal upp á Bústaðarveg og svo í gegnum miðbæinn og Sæbrautina til baka. Krafðist þetta lokunarpósta nokkuð víða og voru ökumenn ósáttir.

Árið eftir var brautinni hins vegar breytt og þunginn færðist niður á Sæbraut þar sem hjólað var fram og til baka með smá twist um miðbæinn. Í framhaldinu lækkuðu gagnrýnisraddirnar.

Slæmt er að sjá á eftir þessari keppni, enda eina “multi stage” keppnin í götuhjólreiðum hér á landi. Hins vegar segjast forsvarsmenn keppninnar að stefnt sé að því að hún verði aftur haldin að ári.

Okkur þykir leitt að tilkynna að Tour of Reykjavik mun ekki fara fram árið 2019. Stefnt er að því að halda viðburðinn á…

Posted by Tour of Reykjavik on Mánudagur, 6. maí 2019
Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar