Hóphjól um Nesjavelli og Þingvelli með MAAP

Ástralski hjólreiðafataframleiðandinn MAAP mun í samstarfi við Kríu cycles halda mánaðarlegt hóphjól sitt hér á landi á sunnudaginn. Um að gera að skella sér út og taka Nesjavalla- og Þingvallahring, en um er að ræða „no-drop“ viðburð.

Samkvæmt upplýsingum á facebook-síðu viðburðarins verður kaffi í boði í verslun Kríu klukkan 8 um morguninn og svo lagt af stað klukkan 8:#0. Farið verður Nesjavallaleiðina og verður svo tekin kaffipása eftir að hafa farið niður Nesjavallabrekkuna.

Viðburðurinn á Facebook

Upplýsingar á Strava

 

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar