Íslendingurinn Hansson aðstoðaði Nibali

Á tólfu dagleiðinni í Tour de France í gær, þar sem meðal annars var hjólað upp Alpe d‘Huez, lenti Vincenzo Nibali í vandræðum á leiðinni upp brekkuna sögufrægu. Féll hann af hjólinu og brákaði hryggjalið, en ekki er vitað hvort hann hafi farið utan í fylgdar mótorhjól eða hvort aðdáendur, sem fjölmenna í brekkurnar og standa þar nærri, hafi valdið slysinu.

Frétt Hjólafrétta: Áhugasami íslenski áhorfandinn

Slysið átti sér stað nálægt endamarkinu og fylgdi Nibali eftir árás Chris Froome. Stóð Nibali upp á ný og kláraði dagleiðina níu sekúndum á eftir Froome og 13 sekúndum á eftir Geraint Thomas sem var fyrstur.Læknar úrskurðuðu hins vegar um meiðsli Nibali eftir keppnina og dró hann sig úr keppni í framhaldinu.

Það sem vakti sérstaka athygli Hjólafrétta var að einn þeirra sem kom að því að koma Nibali af stað að nýju eftir fallið virðist vera Íslendingur, en hann var í treyju íslenska fótboltalandsliðsins og stóð „Hansson“ aftan á henni.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Íslendingur/Íslendingar fylgjast með stórkeppnum í hjólreiðum. Þannig fjölluðu Hjólafréttir í maí um íslenskan áhorfanda á Giro d‘ Italia sem hljóp meðfram keppendum á átjándu dagleiðinni. Þá var mögulega sami einstaklingur sem var á Tour de France í fyrra og hljóp þar með Alberto Contador.

Hjólafréttir vilja endilega komast að því hver hjólaáhugamaðurinn Hansson er, þekkir þú til hans?

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar