Fréttir Keppnir

RB classic aflýst í ár

Götuhjólakeppninni RB classic hefur verið aflýst í ár, en það er gert vegna vegaframkvæmda á Þingvöllum. Í tilkynningu frá keppnishöldurum segir að öryggi þátttakenda vegi þyngst í þessari ákvörðun.

Virðast keppnishaldarar ætla að halda keppnina aftur að ári, en í tilkynningunni vísa þeir til keppni næsta árs.

Tilkynningin í heild:

RB Classic aflýst í ár

Við verðum því miður að tilkynna að RB Classic götuhjólamótinu hefur verið aflýst í ár. 

Vegaframkvæmdir á Þingvöllum og öryggi þátttakenda vega þyngst í þeirri ákvörðun. 
 
Sjáumst á RB Classic næsta sumar. 
 
Við óskum ykkur gleðilegs hjólasumars!

0 comments on “RB classic aflýst í ár

Skildu eftir svar

%d bloggers like this: