Reykjadalurinn „stelpaður“ á kvennréttindadaginn

Stelpurnar í Tindi standa fyrir árlegum hjólatúr á þriðjudaginn í næstu viku þar sem Reykjadalurinn verður „stelpaður“. Í ár hittir túrinn á sjálfan kvennréttindadaginn, 19. júní.

Nánari upplýsingar um Reykjadalstúrinn á Facebook

Sundglaðar sem vilja koma við í læknum taka sundföt og handklæði með.

Farið verður frá Olís í Norðlingaholti kl 17:45 og keyrt upp á Ölkelduháls. Þar verður hjólað niður dalinn og niður í Hveragerði þar sem hópurinn mun borða og drekka saman. Fram kemur í umræðum um viðburðinn að einhverjar muni koma bílum niður í Hveragerði og þannig verði hægt að sækja bíla eftir hjólatúrinn án þess að hjóla alla leið til baka.

Um að gera að skella sér austur fyrir fjall og njóta dagsins stelpur!

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar