Heiðursmílan í stað Jökulmílunnar

Undanfarin ár hefur hjólakeppnin Jökulmílan verið fastur liður á dagatali götuhjólreiðamanna. Þar hefur verið hægt að hjóla 161 kílómetra um Snæfellsnesið, auk þess sem boðið hefur verið upp á styttri vegalengdir. Í fyrra var keppnin svo sjálft Íslandsmeistaramótið.

Fyrir nokkru var búið að kvissast út að ekkert yrði að keppninni í ár og staðfesta forsvarsmenn keppninnar það á Facebook-síðu hennar. Í ár verður aftur á móti staðið fyrir svokallaðri Heiðursmílu, en þá verður hjólað til heiðurs Erni Sigurðarsyni sem féll frá 2. september á síðasta ári. Var Örn einn af félögum Hjólamanna, sem hafa haldið bæði Jökulmíluna og Þingvallarkeppnina undanfarin ár. Verður hjólað 11. ágúst án tímatöku og almenns utanumhalds, en túrinn hefst klukkan 9:00 frá íþróttamiðstöðinni í Grundafirði, þar sem Jökulmílan sjálf hefur hafist.

Bjóða Hjólamenn alla velkomna til að taka þátt í þessu heiðurshjóli.

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar