Tölfræði reiðhjólaslysa: 2017 var versta ár frá upphafi

Á síðasta ári létust tveir einstaklingar í reiðhjólaslysum og er það meira en áður hefur gerst eins langt og tölur Samgöngustofu ná. Reyndar er aðeins um að ræða þrjú banaslys frá árinu 2002 og var síðasta ár því einstaklega slæmt þegar kemur að slysum fyrir hjólreiðamenn. Þá slösuðust 32 alvarlega og tilkynnt var um 106 slys þar sem fólk slasaðist lítið. Þær tölur virðast nokkuð í takti við þá fjölgun sem hefur verið undanfarin ár í hjólreiðum.

Hjólafréttir óskuðu eftir upplýsingum um hjólreiðaslys frá Samgöngustofu og ná tölurnar sem fyrr segir aftur til ársins 2002. Bæði er um að ræða heildarfjölda slysa allt árið, en einnig er skoðaður samanburður á fjölda slysa á fyrsta ársfjórðungi (janúar til og með mars).

Ánægjulegur fréttirnar eru að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fækkaði slysum mikið frá því í fyrra. Þau eru þó svipað mörg og árið 2016 og 2015.

Á tölunum má greinilega sjá nokkra fjölgun slysa fljótlega eftir bankahrunið árið 2008, en þannig fer heildarfjöldi slysa úr 56 það ár og upp í á bilinu 80-90 árin 2010-2012. Síðan þá hefur slysunum fjölgað og í fyrra voru þau samtals 140, sem er það mesta sem tölurnar ná yfir.

Fyrst er það tafla sem sýnir heildarfjölda slysa eftir árum, flokkað eftir alvarleika slysanna.

 Slasaðir á reiðhjóli eftir ári

  Látnir Alvarlega slasaðir Lítið slasaðir Samtals
2002 0 9 35 44
2003 0 10 48 58
2004 0 4 43 47
2005 0 4 21 25
2006 0 9 36 45
2007 0 10 53 63
2008 0 12 44 56
2009 0 10 36 46
2010 0 21 61 82
2011 0 19 65 84
2012 0 21 68 89
2013 0 37 58 95
2014 0 31 92 123
2015 1 31 86 118
2016 0 37 100 137
2017 2 32 106 140

Seinni taflan sýnir fjölda slysa fyrstu þrjá mánuði ársins. Alvarlega slysið sem var er vegna falls af reiðhjóli. Þau sem voru með litlum meiðslum voru eitt fall af reiðhjóli, eitt þar sem ekið var á hjólreiðamann á gangbraut og tvö þar sem ekið var á hjólreiðamann sem þverar akbraut (ekki á gangbraut).

Slasaðir á reiðhjóli, janúar-mars

  Látnir Alvarlega slasaðir Lítið slasaðir Samtals
2002 0 0 2 2
2003 0 0 6 6
2004 0 1 2 3
2005 0 0 3 3
2006 0 0 4 4
2007 0 1 3 4
2008 0 0 0 0
2009 0 0 3 3
2010 0 2 6 8
2011 0 0 4 4
2012 0 2 5 7
2013 0 2 12 14
2014 0 2 5 7
2015 0 2 3 5
2016 0 1 3 4
2017 0 2 8 10
2018 0 1 4 5

Ljósmynd/Hari

Previous Article
Next Article

2 Replies to “Tölfræði reiðhjólaslysa: 2017 var versta ár frá upphafi”

  1. Morten Lange (@morten7an)

    Það þarf að vanda sig þegar maður fjallar um umferðaröryggi virkar ferðamáta. Landssamtök hjólreiðamanna vita sínu viti um hverju beri að huga að.

    Sjálfur vill ég benda á, hvað varðar tölfræði um “umferðarslys”. Höfuðatriði skiptir að lita til fjölda þeirra sem hjóla.
    Og í raun alltaf nefna að hjólreiðar lengja lífið samkvæmt öllum rannsóknum sem hafa skoðað málið (svo best ég viti). Alþjóða heilbrigðismálastofnun tekur undir. Og umferðaröryggisyfirlýsing SÞ frá borginni Brailia tekur í sama streng.

    Hvað varðar tölfræði á íslandi, þá er löngu, löngu tímabært að :
    – safna tölfræði um fjöldi sem hjóla, og greint bæði niður á aldri, tilgangi/tegund (m.a. hvort hjólað sé til samgangna eður ei), landafræði (landsfjorðung og stærri sveitarfélög sér) og kyn.
    – safna tölfræði sömuleiðis um hvers langt er hjólað
    – greina á milli “alvarlegt slys” sem er brotinn putta eða 30 daga legu á sjúkrahúsi.
    – safna tölfræði og greina frá niðurstöður um mótherja, tegund ökutækis (eða öðru) hvers hreyfiorka olli líkamlegum skaða

    – hampa öryggi almenningsamgangna fyrst borið er saman öryggi ferðamáta. (Þá mætti hampa umferðaröryggi kvenna og notenda borgarhjóla með fyrirmynd frá NL og DK í umferðinni einnig.)
    – Setja sérstakan fókus á hættunni sem þungar bifreiðir skapa hlutfallslega

  2. Morten Lange (@morten7an)

    Það þarf að taka tillit til mikilli fjölgun í keppnishjólreiðum og á reiðhjóli almennt.
    Hér stórvantar tölfræði, og hið opinbera hefur staðið sér skelfilega illa.

    Þá er eiginlega skylda að minnast um leið á að hjólreiða bæta líf við árin og ár við lífið. Svo segja WHO Europe og til dæmis Landlæknisembættið.

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar