90% nota hjálm og 33% eru í skærlitum fatnaði

Níu af hverjum tíu hjólreiðamönnum sem voru á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu að morgni dags nú á dögunum notuðust við hjálm. Þetta kom fram í talningu tryggingafélagsins VÍS, en athuguð var notkun 407 hjólreiðamanna sem fóru um á þessum tíma. Þá var þriðjungur í skærlitum fatnaði til að auka sýnileika sinn.

Samkvæmt tilkynningu á vefsíðu VÍS er þetta áttunda árið í röð þar sem þessi könnun hefur verið gerð á sama tíma og átakið Hjólaðu í vinnuna. stendur yfir. Fyrsta árið var hlutfallið 74% og hefur hlutfallið því aukist nokkuð frá þeim tíma, þó það hafi staðið í stað síðustu fimm árin.

VÍS bendir á að alvarlegustu, en ekki algengustu, hjólreiðaslysin verði í árekstri bíls og hjóls og að rekja megi 75% af banaslysum hjólreiðamanna til höfuðáverka. Algengustu hjólreiðaslysin eru hins vegar þegar hjólreiðamenn detta án þess að annar vegfarandi komi við sögu.

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar