Íslandsvinur hendir í góða kveðju

Íslandsvinurinn George Hincapie er einn þeirra sem munu taka þátt í KIA Gullhringnum núna í ágúst, en þetta er í annað skiptið sem hann kemur hingað til lands að keppa. Kom hann fyrsta árið 2016 þegar hann tók þátt í WOW cyclothon. Í nýju myndbandi sendir hann keppenum kveðju og segist spenntur fyrir að mæta í miðnætursólina.

Hincapie er greinilega vel með á nótunum því hann hendir einnig í baráttukveðju til íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir komandi heimsmeistaramót. Á hann sjálfur franska konu og fylgdist vel með gengi liðsins á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum.

Ath. að aðeins preview myndin kemur á hlið, ekki myndbandið sjálft

[wpvideo 6KSwsVFu]

Hincapie verður heiðursgestur KIA Gullhringsins í sumar, en enginn hefu rtekið jafn oft þátt í Tour de France keppninni og deilir hann fyrsta sætinu um þann sem oftast hefur verið í sigurliði í keppninni. Hjólaði hann meðal annars með Alberto Contado árið 2007 og Cadel Evans árið 2011. Þá hjólaði hann einnig með Lance Armstrong, þótt árangur Armstrong hafi verið þurrkaður út síðar vegna lyfjamisferlis.

Hægt er að skrá sig í KIA Gullhringinn hér.  

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar