Cervelo TT: Myndir

Keppendur í Cervelo TT keppninni í kvöld fengu svo sannarlega rétta veðrið til keppni. Eftir hundleiðinlegan maímánuð og risjótt veður í gær mátti jafnvel sjá til sólar við og við í annars mildu vorveðri á Reykjanesinu.

Fjöldi tók þátt í kvöld, bæði í Íslandsbikarkeppninni og í almenningsflokki. Eins og sjá má á myndunum var suffer-svipurinn ekki langt undan hjá fjölmörgum keppenum, enda allir að reyna að þenja þolmörkin til hins ítrasta.

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar