Áhugasami íslenski áhorfandinn

Það eru algild sannindi að Íslendingar eru allsstaðar þar sem eitthvað stórt er í gangi í heiminum. Hvort sem það eru jarðskjálftar hinu megin á hnettinum, hryðjuverk í Evrópu eða annað sem vekur áhuga fjölmiðla, alltaf skulu Íslendingar vera nálægt. Þessu er ekkert öðruvísi háttað þegar kemur að stórum íþróttaviðburðum eins og Giro d‘Italia.

Hjólafréttir tóku eftir því að á dagleiðinni í gær, þeirri átjándu í ár, var áhorfandi sem skartaði íslenska landsliðsbúningnum í knattspyrnu. Eitthvað leit viðkomandi kunnulega út og þegar betur var að gáð virðist þetta vera sá hinn sami og stal athygli Íslendinga í fyrra í Tour de France.

21392795_10213018522232804_875795101_o (1)
Áhorfandinn áhugasami hleyptur með Alberto Contador í Tour de France í fyrra.

 

Ekki leiðinlegt að hafa ákafann áhugamann sem skartar íslensku litunum á hliðarlínunni á alþjóðlegum viðburðum sem þessum.

Hægt er að sjá myndband af hlaupi mannsins í gær í þessu myndbandi og hefst það @4:00

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar