Hasar á Etnu – Simon Yates kominn í bleiku
Það var viðbúið að 6. dagleið myndi bjóða upp á hasar í heildarkeppninni í Giro. Leiðin endaði upp á Etnu en nú úr annarri átt en í Giroinu 2017 þegar töluverður mótvindur dró úr spennunni á fjallinu.
Dagleiðir 4 og 5 höfðu farið í gegnum hóla og hæðir á Sikiley og skiluðu sigri til Lottó liðanna. Á fjórðu dagleið náði Tim Wellens sigri fyrir Lotto-Fixall og á þeirri fimmtu sigraði Enrico Battaglin frá LottoNL-Jumbo.
Fimmta dagleiðin fór hægt af stað en þegar leið á daginn jókst hraðinn og spennan. Árekstar hleyptu smá spennu í keppninni en í einum þeirra missti Domenico Pozzovivo af pelotoninu. Bahrain Merida brugðust skjótt við og droppuðu nokkrir liðsfélagar til baka og skiluðu Pozzovivo aftur í hópinn. Astana missti einnig mann frá pelotoninu þegar Miguel Angel Lopez lenti utan vegar. Liðsfélagar reyndu að koma Lopez til hjálpar sem þurfti að sætta sig við að tapa sekúndum í heildarkeppninni, og var nú tæpum 2 mín frá fremsta manni.
Á 6. dagleið þegar keppnin færðist á Etnu var pelotonið fljótt að þynnast. Esteban Chaves frá Mitchelton Scott var fremstur en á eftir honum kom hópur sterkra hjólara þar sem meðal annars voru Simon Yates (Scott), Pozzovivo (Bahrain Merida), Chris Froome (Sky), Pinot (FDJ) og Tom Dumoulin (Sunweb).
Rohan Dennis (BMC) náði ekki að halda í hópinn upp Etnu og ljóst að tími hans í bleiku treyjunni væri liðinn. Nokkuð var um árásir en það var ekki fyrr en Simon Yates tók á skarið í lokin sem einhver klauf sig frá hópnum. Yates náði fljótlega liðsfélaga sínum hjá Mitchelton Scott, Esteban Chaves, og saman hjóluðu þeir í mark. Chaves sigraði dagleiðina en Yates vann sér nógu margar inn sekúndur í heildarkeppninni til að ná fyrsta sæti. Simon Yates er því kominn í bleiku treyjuna.
Staðan eftir 6. dagleið
Nafn – Lið – Sek frá efsta manni
1. Simon Yates – Mitchelton Scott – /
2. Tom Dumoulin – Team Sunweb – 00:16
3. Johan Esteban Chaves – Mitchelton Scott – 00:26
4. Domenico Pozzovivo – Bahrain Merida – 00:43
5. Thibaut Pinot – Groupama-FDJ – 00:45
6. Rohan Dennis – BMC – 00:53
7. Pello Bilbao – Astana Pro Team – 01:03
8. Chris Froome – Team Sky – 01:10
9. George Bennett – Team LottoNL-Jumbo 01:11
10. Fabio Aru – UAE – 01:12
Í bleiku treyjunni -> Simon Yates
Í bláu treyjunni -> Esteban Chaves
Í fjólubláu treyjunni -> Elia Viviani
Í hvítu treyjunni -> Richard Carapaz