Óska upplýsinga um slys

Forsvarsmenn Reykjanesmótsins hafa óskað eftir upplýsingum um þau óhöpp sem urðu í keppninni í dag (sunnudag). Eins og Hjólafréttir greindu frá fyrr í dag urðu allavega tvö óhöpp í 64 km keppninni og eitt í 32 km keppninni.

Á Facebook-síðunni Keppnisspjall hjólreiðafólks óskar varaformaður 3N (mótshaldara) eftir að allar upplýsingar sem varpa geta ljósi á óhöppin verði send á félagið.

Þar hafa þegar verið birt tvö myndskeið af óhappinu í 32 km keppninni, en annað þeirra má sjá á meðfylgjandi slóð.

Beiðni mótshaldara í heild:

Dómari og mótsstjórn óska eftir upplýsingum, helst með myndum eða myndböndum, sem geta varpað ljósi á þau óhöpp sem áttu sér stað í keppninni í dag.
Ef einhver hefur slíkar upplýsingar óskum við eftir að fá þær sendar á: umfn3nmot@gmail.com

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar