Reykjanesmótinu frestað fram á fimmtudag
Reykjanesmóti Nettó og 3N hefur verið frestað vegna veðurs, en veðurspáin á sunnudaginn er heldur hrannarleg, 10-14 m/s með rigningu og lágu hitastigi. Í tilkynningu frá mótastjórn kemur fram að keppnin fari þess í stað fram á fimmtudaginn 10. Maí, en það er uppstigningardagur.
Tímasetningar verða enn þá þær sömu. 106km keppnin verður ræst kl.9.20 og styttri keppnirnar verða ræstar kl.10.
Fram kemur að frestunin sé gerð með öryggi keppenda í huga og vísað í reglur HRÍ. Bent er á að ekki þurfi mikla breytingu á hitastigi þannig að hætta sé á frosti á vegum eða einfaldlega að það snjói.
Þeir keppendur sem eru nú skráðir en hafa ekki tök á því að keppa 10.maí, geta að sjálfsögðu fengið endurgreitt með því að hafa samband við 3N í gegnum umfn3nmot@gmail.com. Skráningarfrestur hefur svo verið framlengdur til 23:59 þriðjudaginn 8. maí.